Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar 5. maí 2025 12:01 Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar