Segir réttarríkið standa í vegi sínum Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 07:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Rod Lamkey Jr. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. Í viðtalinu spurði Kirsten Welker Trump hvort hann væri sammála Marco Rubio, utanríkisráðherra sínum, um að ríkisborgarar og aðrir í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð. „Ég veit það ekki. Ég er ekki, ég er ekki lögmaður. Ég veit það ekki,“ svaraði Trump. Welker minnti hann þá á ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna segja berum orðum að allir, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki, eigi þennan rétt. Eins og fram kemur í bæði fimmta og fjórtánda viðbótarákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump. „Suma af verstu, hættulegustu mönnum jarðar. Ég var kosinn til að koma þeim úr landi og dómstólar standa í vegi mínum.“ Welker spurði Trump þá hvort að hann þyrfti ekki að framfylgja stjórnarskránni, burtséð frá fjölda þeirra sem hann ætlaði að vísa úr landi, þar sem hann væri forseti. Forsetar Bandaríkjanna sverja þess eið við embættistöku að standa vörð um stjórnarskrá ríkisins. „Ég veit það ekki. Ég verð að svara með því að segja, aftur, að ég er með frábæra lögmenn í vinnu fyrir mig og við munum auðvitað fylgja því sem hæstiréttur segir. Það sem þú segir er ekki það sem ég hef heyrt frá hæstarétti. Þeir eru með aðra túlkun.“ Þá var Trump spurður hvort einhver í ríkisstjórn hans væri í samskiptum við yfirvöld í El Salvador, þar sem maður að nafni Kilmar Abrego Garcia er í fangelsi, eftir að hafa verið vísað fyrir mistök frá Bandaríkjunum á þeim grundvelli að hann væri meðlimur í alræmdu glæpagengi. Hann fékk þó aldrei að fara fyrir dómara áður en honum var vísað úr landi. Trump svaraði á þá leið að ræða þyrfti það við dómsmálaráðherra hans. Dómarar á öllum stigum réttarkerfis Bandaríkjanna, og þar á meðal Hæstiréttur, hafa sagt að Garcia hafi verið ranglega fluttur úr landi og koma eigi honum aftur til Bandaríkjanna. Dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók aftur við embætti forseta og hefur hann verið mjög gagnrýninn í garð dómara vegna þessa. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Sagðist ekki sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu Í viðtalinu, þar sem farið var um víðan völl, sagðist Trump ekki ætla að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, eins og hann hefur ítrekað gefið í skyn. Hann sagðist njóta mikils stuðnings varðandi þriðja kjörtímabilið en það væri ekki eitthvað sem hann ætlaði sér. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að enginn forseti megi sitja lengur en tvö kjörtímabil. Trump sagði JD Vance, varaforseta, og Rubio hafa staðið sig vel í starfi og þær gætu mögulega tekið við keflinu af honum. Margir aðrir kæmu þó til greina en enn sem komið er væri allt of snemmt að segja til um hver hann vildi láta taka við af sér. Útilokaði ekki að beita hernum í Kanada og Grænlandi Trump mun á morgun hitta Mark Carney, nýkjörinn forsætisráðherra Kanada, í Hvíta húsinu. Sá fundur verður í skugga þess að Trump hefur beitt Kanada umfangsmiklum tollum að virðist með því markmiði að innlima Kanada og gera ríkið að „51. ríki Bandaríkjanna“. Í viðtalinu sagði Trump „mjög ólíklegt“ að hann myndi beita hervaldi til að innlima Kanada en útilokaði það ekki. Hann gaf einnig til kynna að hervald væri líklegra þegar kæmi að Grænlandi, sem Trump vill einnig eignast. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn „Eitthvað gæti gerst varðandi Grænland,“ sagði Trump í viðtalinu. „Ég skal vera hreinskilinn. Við þurfum það [Grænland] vegna þjóðar- og alþjóðaöryggis.“ Það slæma Biden að kenna Þegar talið barst að efnahagi Bandaríkjanna sagði Trump að hagkerfið væri að ganga í gegnum „aðlögunartímabil“. Hann ætti þó von á því að allt myndi ganga frábærlega fyrir sig, þrátt fyrir þá óreiðu og óvissu sem umfangsmikil notkun hans á tollum hefur valdið. Sjá einnig: Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Welker spurði hann út í það að sérfræðingar segðu líkurnar á kreppu hafa aukist og brást Trump reiður við. Hann sagði marga af svokölluðum sérfræðingum búast við því að efnahagur Bandaríkjanna yrði betri en hann yrði nokkurn tímann. Varðandi þann 0,3 prósenta samdrátt sem hefði orðið í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins sagði Trump að það væri forvera sínum, Joe Biden, að kenna. „Ég held að góðu hlutarnir séu hagkerfi Trumps og vondu hlutarnir hagkerfi Bidens, því hann stóð sig hræðilega í starfi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. 3. maí 2025 12:29 Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. 1. maí 2025 20:33 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Í viðtalinu spurði Kirsten Welker Trump hvort hann væri sammála Marco Rubio, utanríkisráðherra sínum, um að ríkisborgarar og aðrir í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð. „Ég veit það ekki. Ég er ekki, ég er ekki lögmaður. Ég veit það ekki,“ svaraði Trump. Welker minnti hann þá á ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna segja berum orðum að allir, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki, eigi þennan rétt. Eins og fram kemur í bæði fimmta og fjórtánda viðbótarákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump. „Suma af verstu, hættulegustu mönnum jarðar. Ég var kosinn til að koma þeim úr landi og dómstólar standa í vegi mínum.“ Welker spurði Trump þá hvort að hann þyrfti ekki að framfylgja stjórnarskránni, burtséð frá fjölda þeirra sem hann ætlaði að vísa úr landi, þar sem hann væri forseti. Forsetar Bandaríkjanna sverja þess eið við embættistöku að standa vörð um stjórnarskrá ríkisins. „Ég veit það ekki. Ég verð að svara með því að segja, aftur, að ég er með frábæra lögmenn í vinnu fyrir mig og við munum auðvitað fylgja því sem hæstiréttur segir. Það sem þú segir er ekki það sem ég hef heyrt frá hæstarétti. Þeir eru með aðra túlkun.“ Þá var Trump spurður hvort einhver í ríkisstjórn hans væri í samskiptum við yfirvöld í El Salvador, þar sem maður að nafni Kilmar Abrego Garcia er í fangelsi, eftir að hafa verið vísað fyrir mistök frá Bandaríkjunum á þeim grundvelli að hann væri meðlimur í alræmdu glæpagengi. Hann fékk þó aldrei að fara fyrir dómara áður en honum var vísað úr landi. Trump svaraði á þá leið að ræða þyrfti það við dómsmálaráðherra hans. Dómarar á öllum stigum réttarkerfis Bandaríkjanna, og þar á meðal Hæstiréttur, hafa sagt að Garcia hafi verið ranglega fluttur úr landi og koma eigi honum aftur til Bandaríkjanna. Dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók aftur við embætti forseta og hefur hann verið mjög gagnrýninn í garð dómara vegna þessa. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Sagðist ekki sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu Í viðtalinu, þar sem farið var um víðan völl, sagðist Trump ekki ætla að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, eins og hann hefur ítrekað gefið í skyn. Hann sagðist njóta mikils stuðnings varðandi þriðja kjörtímabilið en það væri ekki eitthvað sem hann ætlaði sér. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að enginn forseti megi sitja lengur en tvö kjörtímabil. Trump sagði JD Vance, varaforseta, og Rubio hafa staðið sig vel í starfi og þær gætu mögulega tekið við keflinu af honum. Margir aðrir kæmu þó til greina en enn sem komið er væri allt of snemmt að segja til um hver hann vildi láta taka við af sér. Útilokaði ekki að beita hernum í Kanada og Grænlandi Trump mun á morgun hitta Mark Carney, nýkjörinn forsætisráðherra Kanada, í Hvíta húsinu. Sá fundur verður í skugga þess að Trump hefur beitt Kanada umfangsmiklum tollum að virðist með því markmiði að innlima Kanada og gera ríkið að „51. ríki Bandaríkjanna“. Í viðtalinu sagði Trump „mjög ólíklegt“ að hann myndi beita hervaldi til að innlima Kanada en útilokaði það ekki. Hann gaf einnig til kynna að hervald væri líklegra þegar kæmi að Grænlandi, sem Trump vill einnig eignast. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn „Eitthvað gæti gerst varðandi Grænland,“ sagði Trump í viðtalinu. „Ég skal vera hreinskilinn. Við þurfum það [Grænland] vegna þjóðar- og alþjóðaöryggis.“ Það slæma Biden að kenna Þegar talið barst að efnahagi Bandaríkjanna sagði Trump að hagkerfið væri að ganga í gegnum „aðlögunartímabil“. Hann ætti þó von á því að allt myndi ganga frábærlega fyrir sig, þrátt fyrir þá óreiðu og óvissu sem umfangsmikil notkun hans á tollum hefur valdið. Sjá einnig: Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Welker spurði hann út í það að sérfræðingar segðu líkurnar á kreppu hafa aukist og brást Trump reiður við. Hann sagði marga af svokölluðum sérfræðingum búast við því að efnahagur Bandaríkjanna yrði betri en hann yrði nokkurn tímann. Varðandi þann 0,3 prósenta samdrátt sem hefði orðið í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins sagði Trump að það væri forvera sínum, Joe Biden, að kenna. „Ég held að góðu hlutarnir séu hagkerfi Trumps og vondu hlutarnir hagkerfi Bidens, því hann stóð sig hræðilega í starfi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. 3. maí 2025 12:29 Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. 1. maí 2025 20:33 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23
Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. 3. maí 2025 12:29
Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. 1. maí 2025 20:33