Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2025 07:00 Halldór Armand var orðinn þreyttur á woke-inu en hefur enn meiri áhyggjur af andstæðunni við woke-ið. Vísir/Vilhelm Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke. „Ég hef heldur betur brennt mig á því að það megi ekki ræða suma hluti. Ég skrifaði vikulega pistla á RÚV í mörg ár, en sá síðasti sem ég skrifaði var um mánaðarmótin maí/júní 2022 og ég hef ekki verið beðinn um það aftur,“ segir Halldór. „Reynslan hefur sýnt mér að það dettur yfirleitt mikið niður áhuginn á svona pistlum þegar sumarið kemur og yfirleitt ekki mikil viðbrögð. Þarna skrifaði ég um stríðið í Úkraínu og bjóst ekki við neinum viðbrögðum þannig og fannst þetta frekar „basic take“ hjá mér, þar sem ég gaf aðeins í skyn að þó að stríðið væri algjörlega óréttlætanlegt á allan hátt væri samt kannski eitthvað stærra samhengi sem væri gott að skoða til að skilja þetta. Að þetta væri ekki bara svona teiknimyndardæmi með einum vondum kalli. En ég fékk heldur betur að heyra það og alls konar málsmetandi fólk birtist í fjölmiðlum til að kalla mig lygara.“ Jafnvel þó hann segist ekki hafa haldið neinu fram heldur einfaldlega velt vöngum yfir einhverju. „Ég fékk rosalega neikvæð viðbrögð við þessu og það voru hringdir út prófessorar í Háskólanum til að kalla þetta rússneskar lygar og þar fram eftir götunum. Bæði þarna og í Covid áttaði ég mig á því að maður getur lent í ógöngum bara með því að leyfa sér að velta einhverju upp í umræðunni sem gengur gegn þeirri skoðun sem er ráðandi.“ Brot úr pistli Halldórs Ég horfði stundum á Russia Today á YouTube, það voru ýmsir fínir þættir þar, til dæmis þátturinn On Contact með Pulitzer-verðlaunahafanum, rithöfundinum, hugsuðinum og alvöru gagnrýnisröddinni Chris Hedges, þar sem hann tók viðtöl við alls konar áhugavert fólk, sjálfstæða og frumlega hugsuði um stöðu mála í heiminum. Nú er búið að eyða öllum þáttunum enda hafa Vesturlönd, sjálf vagga frelsisins, ákveðið að ritskoða og banna öll sjónarhorn frá Rússlandi. Að vissu leyti meikar það sens að RT hafi tekið hugsuðum eins og Hedges opnum örmum, fólki sem á ekki greiðan aðgang að meginstraumsfjölmiðlum í vestrinu vegna þess að það á það til að segja eitthvað óþægilegt um það hvernig vestræn samfélög haga sér gagnvart öðrum sem og sínu eigin fólki. Í raun var þetta afar snjöll skák – að gefa slíkum röddum heimili í rússneskum ríkismiðlum og sýna þannig fram á að hin frelsisunnandi Vesturlönd þola ekki raunverulega gagnrýni. Það er auðvitað alveg rétt, aftur, sjáðu bara hvernig fór fyrir Assange, ja, eða annarri hetju – Snowden. En On Contact var aldrei um Rússland. Í þau fáu skipti sem Pútín barst í tal þar þá var ekki talað um hann á jákvæðum nótum, að sjálfsögðu ekki. Samt er búið að banna þáttinn, eyða gagnagrunninum, gagnrýnisraddirnar þagnaðar. Það blasir við að bæði heimsfaraldurinn, og núna stríðið í Úkraínu, er notað sem skálkaskjól til þess að þagga niður í óþægilegu fólki, allt saman í nafni sannleikans og frelsisins. Hér hafa ríkisstjórnir, leyniþjónustur og tæknirisar myndað saman bandalag. Halldór segir í samtalinu við Sölva að það sé á ákveðinn hátt ábyrgðarlaust hlutverk að vera krítísk rödd. En það sé eiginlega lágmarkskrafa ef þú ert í því hlutverki að þora að segja þína eiginlegu heiðarlegu skoðun: „Þegar mér var falið þetta í upphafi að skrifa pistla fannst mér það eiginlega vera lágmarkskrafa að segja heiðarlega mína skoðun, en ekki gefa bara eitthvað í skyn. Það ætti að vera tilgangurinn með því. Að vera krítísk rödd er auðvitað á ákveðinn hátt ábyrgðarlaust starf, en mér finnst það samt vera siðferðilega rétt að þú þorir þá allavega að tjá þig heiðarlega og einlægt og takir þá leiðindunum sem þú getur fengið fyrir það.“ Í þættinum ræða Halldór og Sölvi um pendúlinn sem sveiflast milli hægri og vinstri og hvernig það hvað „Woke-isminn“ gekk langt geti búið til viðbragð sem verði jafnvel síst skárra. „Það er jákvætt að það sé orðin einhver breyting í tíðarandanum. Það var orðið mjög þreytt hvernig það var orðin bara ein leið til að vera boðleg manneskja og það væri til einhver uppskrift að því og þú þurftir alltaf að vera að ganga á eggjaskurn. Þó að þú værir allur af vilja gerður til að láta líða öðru fólki líða vel, þá var það aldrei nóg. Þú þurftir að vera með eitthvað tungutak alveg á hreinu og þetta fékk mjög „elitískt“ yfirbragð mjög hratt.“ Nú hefur pendúllinn sveiflast ansi langt frá woke-inu í mörgum kreðsum. „Maður óttast aðeins að viðbragðið við „Woke-inu“ gæti verið að stappa bara alveg á litla manninum og réttlæti hins sterka sé komið til leiks. Það eru ákveðin teikn á lofti að það gæti verið hættan. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár hérna, en ef þessi Woke-ismi hefur verið óþolandi, þá er alveg möguleiki á að viðbragðið verði enn verra ef pendúllinn fer í hina áttina. Korteri eftir að Trump var kjörinn var bara kominn nasismi á Twitter og það er verið að setja niður svakalegt stígvél niður við í tjáningarfrelsi í háskólum og fleira í þeim dúr.“ Halldór segir í þættinum að hann hafi langtímum saman átt í mjög flóknu sambandi við skrifin sín. Það hafi tekið hann talsverðan tíma og sjálfsvinnu að átta sig á því að í raun átti hann í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig: „Ég hef alltaf verið að skrifa og það er mér á ákveðinn hátt eðlislægt og það gefur mér mikið að hugsa um heiminn í gegnum það að skrifa. En ég var mjög lengi með flókið samband við skrifin mín. Ég hef auðvitað farið í gegnum hæðir og lægðir, en ég var með erfiða og óheilbrigða sýn á skrifin mín mjög lengi. Ég skildi í raun mjög oft ekki af hverju ég væri að þessu og fannst þetta bara lélegt drasl sem ég var að skrifa og allt svo erfitt og þungt. Það tók mig talsverðan tíma að átta mig á því að það væri ekki af því að ég ætti í óheilbrigðu sambandi við mín sköpunarverk, heldur ætti ég í óheilbrigðu sambandi við sjálfan mig. Mér tókst að snúa því við og í dag finnst mér kominn mikill léttleiki í það að skrifa og mér finnst það bæði skemmtilegt og líka áskorun að skrifa. En það er frekar nýtilkomið. Þó að ég hafi verið að skrifa stærstan hluta ævinnar, þá fannst mér mjög lengi flest sem ég gerði bara alls ekki gott og var eins og ég segi með óheilbrigt samband við það,“ segir Halldór, sem segist hafa farið í mikla sjálfsvinnu á þarsíðasta ári sem hafi hjálpað sér og þakkar meðal annars Steinari Braga rithöfundi og vini sínum fyrir það tímabil. „Steinar Bragi hefur verið mér mikill mentor og góður vinur og hann kveikti eiginlega á því hjá mér að ég væri ekki með eðlilegt viðhorf gagnvart sjálfum mér og vinnunni minni. Að þetta væru eiginlega bara miklar ranghugmyndir. Til að gera langa sögu stutta fór ég í mikla og „intensíva“ sjálfsvinnu sem hjálpaði mér að breyta þessu. Eftir að hafa liðið eins og mér væru allar bjargir bannaðar og ég væri algjörlega misheppnaður er ég kominn á allt annan stað núna. Það var mikill sársauki í kringum þetta erfiðasta tímabil hjá mér, en ég mjög þakklátur fyrir það sem kom út úr því.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Halldór og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Bókmenntir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
„Ég hef heldur betur brennt mig á því að það megi ekki ræða suma hluti. Ég skrifaði vikulega pistla á RÚV í mörg ár, en sá síðasti sem ég skrifaði var um mánaðarmótin maí/júní 2022 og ég hef ekki verið beðinn um það aftur,“ segir Halldór. „Reynslan hefur sýnt mér að það dettur yfirleitt mikið niður áhuginn á svona pistlum þegar sumarið kemur og yfirleitt ekki mikil viðbrögð. Þarna skrifaði ég um stríðið í Úkraínu og bjóst ekki við neinum viðbrögðum þannig og fannst þetta frekar „basic take“ hjá mér, þar sem ég gaf aðeins í skyn að þó að stríðið væri algjörlega óréttlætanlegt á allan hátt væri samt kannski eitthvað stærra samhengi sem væri gott að skoða til að skilja þetta. Að þetta væri ekki bara svona teiknimyndardæmi með einum vondum kalli. En ég fékk heldur betur að heyra það og alls konar málsmetandi fólk birtist í fjölmiðlum til að kalla mig lygara.“ Jafnvel þó hann segist ekki hafa haldið neinu fram heldur einfaldlega velt vöngum yfir einhverju. „Ég fékk rosalega neikvæð viðbrögð við þessu og það voru hringdir út prófessorar í Háskólanum til að kalla þetta rússneskar lygar og þar fram eftir götunum. Bæði þarna og í Covid áttaði ég mig á því að maður getur lent í ógöngum bara með því að leyfa sér að velta einhverju upp í umræðunni sem gengur gegn þeirri skoðun sem er ráðandi.“ Brot úr pistli Halldórs Ég horfði stundum á Russia Today á YouTube, það voru ýmsir fínir þættir þar, til dæmis þátturinn On Contact með Pulitzer-verðlaunahafanum, rithöfundinum, hugsuðinum og alvöru gagnrýnisröddinni Chris Hedges, þar sem hann tók viðtöl við alls konar áhugavert fólk, sjálfstæða og frumlega hugsuði um stöðu mála í heiminum. Nú er búið að eyða öllum þáttunum enda hafa Vesturlönd, sjálf vagga frelsisins, ákveðið að ritskoða og banna öll sjónarhorn frá Rússlandi. Að vissu leyti meikar það sens að RT hafi tekið hugsuðum eins og Hedges opnum örmum, fólki sem á ekki greiðan aðgang að meginstraumsfjölmiðlum í vestrinu vegna þess að það á það til að segja eitthvað óþægilegt um það hvernig vestræn samfélög haga sér gagnvart öðrum sem og sínu eigin fólki. Í raun var þetta afar snjöll skák – að gefa slíkum röddum heimili í rússneskum ríkismiðlum og sýna þannig fram á að hin frelsisunnandi Vesturlönd þola ekki raunverulega gagnrýni. Það er auðvitað alveg rétt, aftur, sjáðu bara hvernig fór fyrir Assange, ja, eða annarri hetju – Snowden. En On Contact var aldrei um Rússland. Í þau fáu skipti sem Pútín barst í tal þar þá var ekki talað um hann á jákvæðum nótum, að sjálfsögðu ekki. Samt er búið að banna þáttinn, eyða gagnagrunninum, gagnrýnisraddirnar þagnaðar. Það blasir við að bæði heimsfaraldurinn, og núna stríðið í Úkraínu, er notað sem skálkaskjól til þess að þagga niður í óþægilegu fólki, allt saman í nafni sannleikans og frelsisins. Hér hafa ríkisstjórnir, leyniþjónustur og tæknirisar myndað saman bandalag. Halldór segir í samtalinu við Sölva að það sé á ákveðinn hátt ábyrgðarlaust hlutverk að vera krítísk rödd. En það sé eiginlega lágmarkskrafa ef þú ert í því hlutverki að þora að segja þína eiginlegu heiðarlegu skoðun: „Þegar mér var falið þetta í upphafi að skrifa pistla fannst mér það eiginlega vera lágmarkskrafa að segja heiðarlega mína skoðun, en ekki gefa bara eitthvað í skyn. Það ætti að vera tilgangurinn með því. Að vera krítísk rödd er auðvitað á ákveðinn hátt ábyrgðarlaust starf, en mér finnst það samt vera siðferðilega rétt að þú þorir þá allavega að tjá þig heiðarlega og einlægt og takir þá leiðindunum sem þú getur fengið fyrir það.“ Í þættinum ræða Halldór og Sölvi um pendúlinn sem sveiflast milli hægri og vinstri og hvernig það hvað „Woke-isminn“ gekk langt geti búið til viðbragð sem verði jafnvel síst skárra. „Það er jákvætt að það sé orðin einhver breyting í tíðarandanum. Það var orðið mjög þreytt hvernig það var orðin bara ein leið til að vera boðleg manneskja og það væri til einhver uppskrift að því og þú þurftir alltaf að vera að ganga á eggjaskurn. Þó að þú værir allur af vilja gerður til að láta líða öðru fólki líða vel, þá var það aldrei nóg. Þú þurftir að vera með eitthvað tungutak alveg á hreinu og þetta fékk mjög „elitískt“ yfirbragð mjög hratt.“ Nú hefur pendúllinn sveiflast ansi langt frá woke-inu í mörgum kreðsum. „Maður óttast aðeins að viðbragðið við „Woke-inu“ gæti verið að stappa bara alveg á litla manninum og réttlæti hins sterka sé komið til leiks. Það eru ákveðin teikn á lofti að það gæti verið hættan. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár hérna, en ef þessi Woke-ismi hefur verið óþolandi, þá er alveg möguleiki á að viðbragðið verði enn verra ef pendúllinn fer í hina áttina. Korteri eftir að Trump var kjörinn var bara kominn nasismi á Twitter og það er verið að setja niður svakalegt stígvél niður við í tjáningarfrelsi í háskólum og fleira í þeim dúr.“ Halldór segir í þættinum að hann hafi langtímum saman átt í mjög flóknu sambandi við skrifin sín. Það hafi tekið hann talsverðan tíma og sjálfsvinnu að átta sig á því að í raun átti hann í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig: „Ég hef alltaf verið að skrifa og það er mér á ákveðinn hátt eðlislægt og það gefur mér mikið að hugsa um heiminn í gegnum það að skrifa. En ég var mjög lengi með flókið samband við skrifin mín. Ég hef auðvitað farið í gegnum hæðir og lægðir, en ég var með erfiða og óheilbrigða sýn á skrifin mín mjög lengi. Ég skildi í raun mjög oft ekki af hverju ég væri að þessu og fannst þetta bara lélegt drasl sem ég var að skrifa og allt svo erfitt og þungt. Það tók mig talsverðan tíma að átta mig á því að það væri ekki af því að ég ætti í óheilbrigðu sambandi við mín sköpunarverk, heldur ætti ég í óheilbrigðu sambandi við sjálfan mig. Mér tókst að snúa því við og í dag finnst mér kominn mikill léttleiki í það að skrifa og mér finnst það bæði skemmtilegt og líka áskorun að skrifa. En það er frekar nýtilkomið. Þó að ég hafi verið að skrifa stærstan hluta ævinnar, þá fannst mér mjög lengi flest sem ég gerði bara alls ekki gott og var eins og ég segi með óheilbrigt samband við það,“ segir Halldór, sem segist hafa farið í mikla sjálfsvinnu á þarsíðasta ári sem hafi hjálpað sér og þakkar meðal annars Steinari Braga rithöfundi og vini sínum fyrir það tímabil. „Steinar Bragi hefur verið mér mikill mentor og góður vinur og hann kveikti eiginlega á því hjá mér að ég væri ekki með eðlilegt viðhorf gagnvart sjálfum mér og vinnunni minni. Að þetta væru eiginlega bara miklar ranghugmyndir. Til að gera langa sögu stutta fór ég í mikla og „intensíva“ sjálfsvinnu sem hjálpaði mér að breyta þessu. Eftir að hafa liðið eins og mér væru allar bjargir bannaðar og ég væri algjörlega misheppnaður er ég kominn á allt annan stað núna. Það var mikill sársauki í kringum þetta erfiðasta tímabil hjá mér, en ég mjög þakklátur fyrir það sem kom út úr því.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Halldór og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Brot úr pistli Halldórs Ég horfði stundum á Russia Today á YouTube, það voru ýmsir fínir þættir þar, til dæmis þátturinn On Contact með Pulitzer-verðlaunahafanum, rithöfundinum, hugsuðinum og alvöru gagnrýnisröddinni Chris Hedges, þar sem hann tók viðtöl við alls konar áhugavert fólk, sjálfstæða og frumlega hugsuði um stöðu mála í heiminum. Nú er búið að eyða öllum þáttunum enda hafa Vesturlönd, sjálf vagga frelsisins, ákveðið að ritskoða og banna öll sjónarhorn frá Rússlandi. Að vissu leyti meikar það sens að RT hafi tekið hugsuðum eins og Hedges opnum örmum, fólki sem á ekki greiðan aðgang að meginstraumsfjölmiðlum í vestrinu vegna þess að það á það til að segja eitthvað óþægilegt um það hvernig vestræn samfélög haga sér gagnvart öðrum sem og sínu eigin fólki. Í raun var þetta afar snjöll skák – að gefa slíkum röddum heimili í rússneskum ríkismiðlum og sýna þannig fram á að hin frelsisunnandi Vesturlönd þola ekki raunverulega gagnrýni. Það er auðvitað alveg rétt, aftur, sjáðu bara hvernig fór fyrir Assange, ja, eða annarri hetju – Snowden. En On Contact var aldrei um Rússland. Í þau fáu skipti sem Pútín barst í tal þar þá var ekki talað um hann á jákvæðum nótum, að sjálfsögðu ekki. Samt er búið að banna þáttinn, eyða gagnagrunninum, gagnrýnisraddirnar þagnaðar. Það blasir við að bæði heimsfaraldurinn, og núna stríðið í Úkraínu, er notað sem skálkaskjól til þess að þagga niður í óþægilegu fólki, allt saman í nafni sannleikans og frelsisins. Hér hafa ríkisstjórnir, leyniþjónustur og tæknirisar myndað saman bandalag.
Podcast með Sölva Tryggva Bókmenntir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira