Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 15:59 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30