Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 14:10 Inga segist stolt af nýrri stjórn HMS. Vísir/Einar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist stolt af skipun sinni í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemdir við að enginn með sérfræðiþekkingu í málaflokknum sitji í stjórninni en Inga segist hafa valið hæfasta fólkið. Inga skipaði í stjórn HMS um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðinn. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, voru skipuð af Ingu og sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er tilnefndur af sambandinu. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemd við nýja stjórn og kallað eftir því að Inga endurskoði valið. Að mati félagsins býr enginn stjórnarmaður yfir sérfræðikunnáttu á sviði mannvirkjagerðar. Þá segir í mati félagsins að aðeins einn stjórnarmaður hafi tengingu við byggingariðnaðinn. Það er formaður stjórnarinnar, Sigurður Tyrfingsson, sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Auk hans skipaði Inga Jónas Yngva Ásgrímsson viðskiptafræðing og Rúnar Sigurjónsson vélsmið sem báðir hafa verið í framboði fyrir Flokk fólksins. Þá er Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara , sem einnig var skipuð af Ingu, einnig fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar. „Ég tel það að húsasmíðameistari, formaður stjórnar, sé mjög vel að því kominn að vera formaður. Við höldum enn þeim aðilum sem voru fyrir eins og forstjóra og aðstoðarforstjóra, sem hafa mikla þekkingu og reynslu af verkefnunum sem eru innan HMS,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. „Við erum hérna með stjórnarmann í VR. Verkalýðsfélögin eru eitthvað sem við viljum gjarnan tengja við og koma með inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og annars konar húsnæði. Þannig að verkefni stjórnarinnar er að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar og það finnst mér alveg frábært. Þarna er framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, sem við viljum tengja við, og svo er Rúnar Sigurjónsson sem er sannarlega Flokkur fólksins.“ Hefur enn ekki fengið fyrirspurninga frá Jafnréttisstofu Samkvæmt 28. grein jafnréttislaga þarf hlutfall kvenna og karla, við skipun í stjórnir á vegum hins opinbera, að vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Heimilt er að víkja frá þeirri kröfu ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Jafnréttisstofa hyggst óska eftir svörum frá ráðherranum um hvaða ástæður liggi að baki þessari skipan en sú ósk hefur enn ekki borist Ingu. „Þegar tilnefnt er í stjórnir er heimilt að víkja frá þeirri meginreglu að tilnefna bæði karl og konu og það er það sem ég gerði. Í tilviki skipunar stjórnar HMS skipaði ég þá aðila sem ég tel hæfasta til að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Þetta er pólitískt skipuð nefnd,“ segir Inga. Hún bendir á að báðir varamenn í stjórn eru konur, en það eru Hanna Guðmundsdóttir og Katrín Viktoría Leiva sem báðar eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins. Inga segist hafa hvatt Samband íslenskra sveitarfélaga að tilnefna konu í stjórnina en sambandið hafi tilnefnt karl með vísan til sérþekkingar hans. Algjörlega sameinuð um ópólitískar stjórnir Hún segir stjórnina hafa fundað í tvígang síðan hún var skipuð og starfa mjög vel saman. „Þó að þau komi ekki öll úr Flokki fólksins eins og hefur verið að reyna að gera skóna. En þá allavega er ég mjög hamingjusöm með þessa stjórn og fékk aðstoð við að finna aðila til að sitja í henni, því ekkert gerir maður einn,“ segir Inga. Athygli vakti í febrúar þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í valnefndir, sem hafa þann tilgang að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins. Með þeim vildi Daði rjúfa þá hefð sem hefur skapast um að velja í embætti eftir pólitískum línum og frekar velja hæfasta fólkið hverju sinni. Skýtur það ekki skökku við að þið séuð á sitthvorri línunni? „Nei, við erum alls ekki á sitthvorri línunni og algerlega sameinuð í þessu. Þessi löggjöf hefur þegar tekið gildi um að skipa í stjórnir eins og þú nefnir og sú löggjöf er frá því í nóvember í fyrra. Flest allar stjórnir sem hefur verið skipað í fara fyrir hæfnisnefnd og skipað er í þær faglega. Það eru örfáar stofnanir, eins og stjórn RÚV, stjórn HMS, stjórn Byggðastofnunar og fleiri sem ennþá eru á þessum stað að skipa pólitískt í þær,“ segir Inga. Alltaf reynt að draga fram neikvæða ásýnd Framtíð þeirra stjórna hljóti að vera sú að falla undir þessa löggjöf og öll séu samstíga um það að faglega verði skipað í stjórnir. „Ég efast ekkert um það að Verkfræðingafélagið á mjög svo hæfar og frábærar konur, sem eru virtir verkfræðingar. Þegar þessi stofnun verður komin undir löggjöfina þá væntanlega munu þær sækja þegar verður auglýst á þeim vettvangi inn í þessa stjórn. En eins og hún er í dag er hún pólitískt skipuð og ég er bara stolt af henni.“ Hún hafi fullan skilning á þeim athugasemdum sem fram eru komnar. „Ég er náttúrulega orðin fullorðin og er búin að fylgjast með pólitík í allnokkurn tíma. Ég veit ekki til þess að það hafi verið skipuð ein einasta stjórn, sem er pólitískt skipuð, öðruvísi en að þessi umræða hafi komið upp. Ekki nákvæmlega þessi umræða en alltaf einhver umræða í kringum skipunina sem á að draga fram einhverja ásýnd sem er neikvæð.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
Inga skipaði í stjórn HMS um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðinn. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, voru skipuð af Ingu og sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er tilnefndur af sambandinu. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemd við nýja stjórn og kallað eftir því að Inga endurskoði valið. Að mati félagsins býr enginn stjórnarmaður yfir sérfræðikunnáttu á sviði mannvirkjagerðar. Þá segir í mati félagsins að aðeins einn stjórnarmaður hafi tengingu við byggingariðnaðinn. Það er formaður stjórnarinnar, Sigurður Tyrfingsson, sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Auk hans skipaði Inga Jónas Yngva Ásgrímsson viðskiptafræðing og Rúnar Sigurjónsson vélsmið sem báðir hafa verið í framboði fyrir Flokk fólksins. Þá er Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara , sem einnig var skipuð af Ingu, einnig fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar. „Ég tel það að húsasmíðameistari, formaður stjórnar, sé mjög vel að því kominn að vera formaður. Við höldum enn þeim aðilum sem voru fyrir eins og forstjóra og aðstoðarforstjóra, sem hafa mikla þekkingu og reynslu af verkefnunum sem eru innan HMS,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. „Við erum hérna með stjórnarmann í VR. Verkalýðsfélögin eru eitthvað sem við viljum gjarnan tengja við og koma með inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og annars konar húsnæði. Þannig að verkefni stjórnarinnar er að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar og það finnst mér alveg frábært. Þarna er framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, sem við viljum tengja við, og svo er Rúnar Sigurjónsson sem er sannarlega Flokkur fólksins.“ Hefur enn ekki fengið fyrirspurninga frá Jafnréttisstofu Samkvæmt 28. grein jafnréttislaga þarf hlutfall kvenna og karla, við skipun í stjórnir á vegum hins opinbera, að vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Heimilt er að víkja frá þeirri kröfu ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Jafnréttisstofa hyggst óska eftir svörum frá ráðherranum um hvaða ástæður liggi að baki þessari skipan en sú ósk hefur enn ekki borist Ingu. „Þegar tilnefnt er í stjórnir er heimilt að víkja frá þeirri meginreglu að tilnefna bæði karl og konu og það er það sem ég gerði. Í tilviki skipunar stjórnar HMS skipaði ég þá aðila sem ég tel hæfasta til að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Þetta er pólitískt skipuð nefnd,“ segir Inga. Hún bendir á að báðir varamenn í stjórn eru konur, en það eru Hanna Guðmundsdóttir og Katrín Viktoría Leiva sem báðar eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins. Inga segist hafa hvatt Samband íslenskra sveitarfélaga að tilnefna konu í stjórnina en sambandið hafi tilnefnt karl með vísan til sérþekkingar hans. Algjörlega sameinuð um ópólitískar stjórnir Hún segir stjórnina hafa fundað í tvígang síðan hún var skipuð og starfa mjög vel saman. „Þó að þau komi ekki öll úr Flokki fólksins eins og hefur verið að reyna að gera skóna. En þá allavega er ég mjög hamingjusöm með þessa stjórn og fékk aðstoð við að finna aðila til að sitja í henni, því ekkert gerir maður einn,“ segir Inga. Athygli vakti í febrúar þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í valnefndir, sem hafa þann tilgang að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins. Með þeim vildi Daði rjúfa þá hefð sem hefur skapast um að velja í embætti eftir pólitískum línum og frekar velja hæfasta fólkið hverju sinni. Skýtur það ekki skökku við að þið séuð á sitthvorri línunni? „Nei, við erum alls ekki á sitthvorri línunni og algerlega sameinuð í þessu. Þessi löggjöf hefur þegar tekið gildi um að skipa í stjórnir eins og þú nefnir og sú löggjöf er frá því í nóvember í fyrra. Flest allar stjórnir sem hefur verið skipað í fara fyrir hæfnisnefnd og skipað er í þær faglega. Það eru örfáar stofnanir, eins og stjórn RÚV, stjórn HMS, stjórn Byggðastofnunar og fleiri sem ennþá eru á þessum stað að skipa pólitískt í þær,“ segir Inga. Alltaf reynt að draga fram neikvæða ásýnd Framtíð þeirra stjórna hljóti að vera sú að falla undir þessa löggjöf og öll séu samstíga um það að faglega verði skipað í stjórnir. „Ég efast ekkert um það að Verkfræðingafélagið á mjög svo hæfar og frábærar konur, sem eru virtir verkfræðingar. Þegar þessi stofnun verður komin undir löggjöfina þá væntanlega munu þær sækja þegar verður auglýst á þeim vettvangi inn í þessa stjórn. En eins og hún er í dag er hún pólitískt skipuð og ég er bara stolt af henni.“ Hún hafi fullan skilning á þeim athugasemdum sem fram eru komnar. „Ég er náttúrulega orðin fullorðin og er búin að fylgjast með pólitík í allnokkurn tíma. Ég veit ekki til þess að það hafi verið skipuð ein einasta stjórn, sem er pólitískt skipuð, öðruvísi en að þessi umræða hafi komið upp. Ekki nákvæmlega þessi umræða en alltaf einhver umræða í kringum skipunina sem á að draga fram einhverja ásýnd sem er neikvæð.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent