„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2025 18:33 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30