Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. maí 2025 21:07 FH gátu leyft sér að fagna í kvöld Anton Brink/Vísir FH tók á mót Val á Kaplakrikavelli í kvöld þegar fimmta umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. FH voru enn að leita af fyrsta sigri sínum í sumar en þeirri bið lauk hér í kvöld með glæstum sigri á liði Vals með þremur mörkum gegn engu. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og var ljóst snemma að þeir voru heldur betur tilbúnir í baráttuna í kvöld. Það dró til tíðinda strax á 18. mínútu leiksins þegar FH fékk hornspyrnu frá hægri og Böðvar Böðvarsson tók flotta spyrnu á fjærstöngina þar sem Bjarni Mark skallaði frá en ekki lengra en beint fyrir Kristján Flóka Finnbogason sem þakkaði fyrir sig með því að smella boltanum þéttingsfast í Patrick Pedersen og í netið. Það er óljóst hvort að Kristján Flóki fái skráð fyrsta markið á sig eða hvort það verði skráð sem sjálfsmark en það liggur enginn vafi á öðru marki FH í kvöld. Böðvar Böðvarsson átti þá flotta sendingu í gott svæði þar sem Björn Daníel Sverrisson tók á móti boltanum og snéri í átt að marki. Hann fór inn á teig og átti gott skot sem small í stönginni en Kristján Flóki Finnbogason var þá fyrstur að átta sig og setti boltann öruggt í autt markið og tvöfaldaði um leið forystu FH. Valsmenn reyndu að ýta liði sínu ofar á völlinn en sköpuðu sér þó fá færi. FH voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og fóru með sanngjarna tveggja marka stöðu inn í hlé. Það var ögn meiri kraftur í Valsmönnum í síðari hálfleiknum og þeir mættu einbeittir út. Þeir náðu að pressa ágætla á lið FH en þó án þess að skapa sér nein færi. Valur var nálægt því að minnka muninn um miðbik seinni hálfleiks þegar varamaðurinn Adam Ægir Pálsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir mark FH og Lúkas Logi Heimisson náði skalla í þverslánna. Það var svo á 79. mínútu þar sem FH náðu inn þriðja markinu en þeir unnu boltann af Valsmönnum og komu honum á varamanninn Dag Traustason sem óð inn á teig Valsmanna og lagði hann framhjá markverði Vals. Leikurinn hótaði því að leysast upp í smá vitleysu á lokamínútum en það kom þó ekki í veg fyrir góðan sigur FH sem hafði að lokum betur með þremur mörkum gegn engu. Atvik leiksins Erfitt að nefna eitthvað eitt atvik sem slíkt en um leið og FH komst yfir í kvöld var þetta nánast aldrei spurning. Mörk breyta leikjum og það sannaði FH í kvöld. Stjörnur og skúrkar Kristján Flóki Finnbogason var flottur fyrir FH í kvöld. Einstaklega lunkinn við að staðsetja sig á hárréttum stöðum sem skilaði honum tveimur mörkum. Björn Daníel var einnig öflugur á miðjunni hjá FH og alltaf tilbúin að skapa einhverjar stöður fyrir liðsfélga sína og þá var Böðvar Böðvarsson frábær í liði FH í kvöld. Átti stóran þátt í öllum mörkum FH og lagði svo upp þriðja markið. Baldur Kári Helgason átti þá líka flottan leik hjá FH. Heilt yfir bara frábær liðsframmistaða hjá FH í kvöld. Dómararnir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hélt utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar voru Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Gunnar Freyr Róbertsson var fjórði dómari hér í kvöld. Mér fannst dómarar leiksins komast bara þokkalega frá þessum leik. Smá kafli í seinni hálfleik sem var smá óskýr en heilt yfir bara flott frammistaða í kvöld. Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í krikann í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða létu ágætlega í sér heyra þó svo FH voru eðlilega meira áberandi. Umgjörðin hjá FH er svo alltaf til fyrirmyndar og þar varð enginn breyting á í kvöld. Viðtöl Heimir guðjónssonVísir/Anton Brink „Það var samstaða í þessu“ „Við vorum ekki ánægðir með byrjunina á mótinu. Við sýndum það í dag þegar allir leggjast á eitt að þá getum við verið helvíti góðir,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Þetta er samt bara einn leikur og við megum ekki missa okkur í gleðinni og bara reyna að finna þetta í öllum leikjum sem að við mætum í“ FH vann loks sigur í kvöld eftir að hafa ekki unnið í síðustu ellefu leikjum sínum í mótinu. „Við enduðum mótið illa í fyrra. Við vorum ekki nógu klókir því að það skiptir gríðarlega miklu máli að loka mótum þó þú eigir ekki möguleika á neinu, bara upp á næsta tímabil“ „Við sýndum góðan karakter í dag á móti að mínu mati mjög góðu Valsliði og menn stigu upp. Það var samstaða í þessu og menn voru að hjálpa hvor öðrum og svo spiluðum við bara góðan fótbolta og skoruðum góð mörk“ sagði Heimir Guðjónsson. Túfa tók við liði Vals á síðasta ári.Vísir/Anton „Enginn annar sem tekur ábyrgðina á því nema ég sjálfur“ „Þegar liðið lítur svona út án sálar, hjarta og ekki klárir í baráttu eða dans við FH sem þeir eru að bjóða upp á. Þetta er það eina sem við erum búnir að ræða alla vikuna og vinna í því. Það er enginn annar sem tekur ábyrgðina á því nema ég sjálfur“ sagði Túfa þjáflari Vals svekktur í leikslok. „Þetta er á móti öllu sem ég er að berjast fyrir allt mitt líf. Allt sem þú gerir í lífinu og sérstaklega á fótboltavelli þá skilarðu fyrst og fremst sál og hjarta sem var ekki til staðar í dag“ Valur átti fá svör við því sem FH bauð upp á í kvöld. „Ekkert að svara, við bara byrjum ekki einusinni. Leikurinn klárast bara þannig að vorum ekki byrjaðir að fara í grunnatriði í leiknum. Það voru hér leikmenn í hvítum og svörtum búning sem vinna fyrsta bolta og svo sami leikmaður vinnur annan, þriðja og fjórða. Við erum að tala um að ná í einhver úrslit en það bara gengur ekki. Þetta voru mikil vonbrigði í dag“ Besta deild karla FH Valur
FH tók á mót Val á Kaplakrikavelli í kvöld þegar fimmta umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. FH voru enn að leita af fyrsta sigri sínum í sumar en þeirri bið lauk hér í kvöld með glæstum sigri á liði Vals með þremur mörkum gegn engu. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og var ljóst snemma að þeir voru heldur betur tilbúnir í baráttuna í kvöld. Það dró til tíðinda strax á 18. mínútu leiksins þegar FH fékk hornspyrnu frá hægri og Böðvar Böðvarsson tók flotta spyrnu á fjærstöngina þar sem Bjarni Mark skallaði frá en ekki lengra en beint fyrir Kristján Flóka Finnbogason sem þakkaði fyrir sig með því að smella boltanum þéttingsfast í Patrick Pedersen og í netið. Það er óljóst hvort að Kristján Flóki fái skráð fyrsta markið á sig eða hvort það verði skráð sem sjálfsmark en það liggur enginn vafi á öðru marki FH í kvöld. Böðvar Böðvarsson átti þá flotta sendingu í gott svæði þar sem Björn Daníel Sverrisson tók á móti boltanum og snéri í átt að marki. Hann fór inn á teig og átti gott skot sem small í stönginni en Kristján Flóki Finnbogason var þá fyrstur að átta sig og setti boltann öruggt í autt markið og tvöfaldaði um leið forystu FH. Valsmenn reyndu að ýta liði sínu ofar á völlinn en sköpuðu sér þó fá færi. FH voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og fóru með sanngjarna tveggja marka stöðu inn í hlé. Það var ögn meiri kraftur í Valsmönnum í síðari hálfleiknum og þeir mættu einbeittir út. Þeir náðu að pressa ágætla á lið FH en þó án þess að skapa sér nein færi. Valur var nálægt því að minnka muninn um miðbik seinni hálfleiks þegar varamaðurinn Adam Ægir Pálsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir mark FH og Lúkas Logi Heimisson náði skalla í þverslánna. Það var svo á 79. mínútu þar sem FH náðu inn þriðja markinu en þeir unnu boltann af Valsmönnum og komu honum á varamanninn Dag Traustason sem óð inn á teig Valsmanna og lagði hann framhjá markverði Vals. Leikurinn hótaði því að leysast upp í smá vitleysu á lokamínútum en það kom þó ekki í veg fyrir góðan sigur FH sem hafði að lokum betur með þremur mörkum gegn engu. Atvik leiksins Erfitt að nefna eitthvað eitt atvik sem slíkt en um leið og FH komst yfir í kvöld var þetta nánast aldrei spurning. Mörk breyta leikjum og það sannaði FH í kvöld. Stjörnur og skúrkar Kristján Flóki Finnbogason var flottur fyrir FH í kvöld. Einstaklega lunkinn við að staðsetja sig á hárréttum stöðum sem skilaði honum tveimur mörkum. Björn Daníel var einnig öflugur á miðjunni hjá FH og alltaf tilbúin að skapa einhverjar stöður fyrir liðsfélga sína og þá var Böðvar Böðvarsson frábær í liði FH í kvöld. Átti stóran þátt í öllum mörkum FH og lagði svo upp þriðja markið. Baldur Kári Helgason átti þá líka flottan leik hjá FH. Heilt yfir bara frábær liðsframmistaða hjá FH í kvöld. Dómararnir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hélt utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar voru Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Gunnar Freyr Róbertsson var fjórði dómari hér í kvöld. Mér fannst dómarar leiksins komast bara þokkalega frá þessum leik. Smá kafli í seinni hálfleik sem var smá óskýr en heilt yfir bara flott frammistaða í kvöld. Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í krikann í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða létu ágætlega í sér heyra þó svo FH voru eðlilega meira áberandi. Umgjörðin hjá FH er svo alltaf til fyrirmyndar og þar varð enginn breyting á í kvöld. Viðtöl Heimir guðjónssonVísir/Anton Brink „Það var samstaða í þessu“ „Við vorum ekki ánægðir með byrjunina á mótinu. Við sýndum það í dag þegar allir leggjast á eitt að þá getum við verið helvíti góðir,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Þetta er samt bara einn leikur og við megum ekki missa okkur í gleðinni og bara reyna að finna þetta í öllum leikjum sem að við mætum í“ FH vann loks sigur í kvöld eftir að hafa ekki unnið í síðustu ellefu leikjum sínum í mótinu. „Við enduðum mótið illa í fyrra. Við vorum ekki nógu klókir því að það skiptir gríðarlega miklu máli að loka mótum þó þú eigir ekki möguleika á neinu, bara upp á næsta tímabil“ „Við sýndum góðan karakter í dag á móti að mínu mati mjög góðu Valsliði og menn stigu upp. Það var samstaða í þessu og menn voru að hjálpa hvor öðrum og svo spiluðum við bara góðan fótbolta og skoruðum góð mörk“ sagði Heimir Guðjónsson. Túfa tók við liði Vals á síðasta ári.Vísir/Anton „Enginn annar sem tekur ábyrgðina á því nema ég sjálfur“ „Þegar liðið lítur svona út án sálar, hjarta og ekki klárir í baráttu eða dans við FH sem þeir eru að bjóða upp á. Þetta er það eina sem við erum búnir að ræða alla vikuna og vinna í því. Það er enginn annar sem tekur ábyrgðina á því nema ég sjálfur“ sagði Túfa þjáflari Vals svekktur í leikslok. „Þetta er á móti öllu sem ég er að berjast fyrir allt mitt líf. Allt sem þú gerir í lífinu og sérstaklega á fótboltavelli þá skilarðu fyrst og fremst sál og hjarta sem var ekki til staðar í dag“ Valur átti fá svör við því sem FH bauð upp á í kvöld. „Ekkert að svara, við bara byrjum ekki einusinni. Leikurinn klárast bara þannig að vorum ekki byrjaðir að fara í grunnatriði í leiknum. Það voru hér leikmenn í hvítum og svörtum búning sem vinna fyrsta bolta og svo sami leikmaður vinnur annan, þriðja og fjórða. Við erum að tala um að ná í einhver úrslit en það bara gengur ekki. Þetta voru mikil vonbrigði í dag“