„Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 12:21 Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir eðlilegt að stofnandi kvikmyndaskólans sé ósáttur. Nafnið og námskráin verði engu að síður áfram í gagninu. Samsett Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira