Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 13:08 Eitt glæsilegasta hús landsins stendur við Skildingatanga í Reykjavík. Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina. Félagið Gula húsið ehf, sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar og Runólfs Vigfús Jóhannssonar, er skráður eigandi hússins. Nýverið festu þeir kaup á einstöku einbýlishúsi við Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur af Ríkissjóði Íslands. Húsið sem oft er nefnt Skólabær er rúmlega 400 fermetrar að stærð og greiddu hjónin 435 milljónir fyrir. Óhindrað útsýni og glæsileiki Húsið við Skildingatanga stendur á 1500 fermetra sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Bessastöðum, til fjalla og víðar. Umhverfis húsið er skjólgóðu og gróinn garður með heitum potti. Gengið er inn í flísalagt andyri með góðum fataskápum. Þaðan er gengið inn í bjart og opið stofurými með mikilli lofthæð og síldarbeinaparketi á gólfi. Fyrir miðju rýminu er stæðilegur arinn, klæddur íslensku drápuhlíðargrjóti frá Húsafelli og Svartagili, sem tengir rýmin saman. Vönduð hönnun og listaverk Heimili hjónanna er innréttað á fágaðan og heillandi máta, prýtt vönduðum hönnunarmublum og listaverkum. Danskar hönnunarperlur frá gullaldarárunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Má þar meðal annars nefna klassískar mublur eftir Arne Jacobsen, Svaninn, bæði stóla og sófa, og Eggið í svörtu leðri. Einnig má sjá tvo rauða, tignarlega Corona-stóla eftir Poul M. Volther. Á milli þeirra stendur klassískt hliðarborð frá þýska framleiðandanum ClassiCon, hannað af Eileen Gray árið 1927, með stillanlegri hæð. Þá setur hið formfagra Artichoke-loftljós eftir Poul Henningsen punktinn yfir i-ið. Borðstofa og eldhús er opið inn af stofunni með stórum gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er prýtt tvílita innréttingu með Quartz stein á borðum. Þaðan er útgengt á skjólgott hellulagt útisvæði með heitum potti. Í húsinu eru samtals átta svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Félagið Gula húsið ehf, sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar og Runólfs Vigfús Jóhannssonar, er skráður eigandi hússins. Nýverið festu þeir kaup á einstöku einbýlishúsi við Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur af Ríkissjóði Íslands. Húsið sem oft er nefnt Skólabær er rúmlega 400 fermetrar að stærð og greiddu hjónin 435 milljónir fyrir. Óhindrað útsýni og glæsileiki Húsið við Skildingatanga stendur á 1500 fermetra sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Bessastöðum, til fjalla og víðar. Umhverfis húsið er skjólgóðu og gróinn garður með heitum potti. Gengið er inn í flísalagt andyri með góðum fataskápum. Þaðan er gengið inn í bjart og opið stofurými með mikilli lofthæð og síldarbeinaparketi á gólfi. Fyrir miðju rýminu er stæðilegur arinn, klæddur íslensku drápuhlíðargrjóti frá Húsafelli og Svartagili, sem tengir rýmin saman. Vönduð hönnun og listaverk Heimili hjónanna er innréttað á fágaðan og heillandi máta, prýtt vönduðum hönnunarmublum og listaverkum. Danskar hönnunarperlur frá gullaldarárunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Má þar meðal annars nefna klassískar mublur eftir Arne Jacobsen, Svaninn, bæði stóla og sófa, og Eggið í svörtu leðri. Einnig má sjá tvo rauða, tignarlega Corona-stóla eftir Poul M. Volther. Á milli þeirra stendur klassískt hliðarborð frá þýska framleiðandanum ClassiCon, hannað af Eileen Gray árið 1927, með stillanlegri hæð. Þá setur hið formfagra Artichoke-loftljós eftir Poul Henningsen punktinn yfir i-ið. Borðstofa og eldhús er opið inn af stofunni með stórum gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er prýtt tvílita innréttingu með Quartz stein á borðum. Þaðan er útgengt á skjólgott hellulagt útisvæði með heitum potti. Í húsinu eru samtals átta svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira