Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 2. maí 2025 10:32 Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun