Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar 2. maí 2025 10:03 Rússar tóku úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna höndum sumarið 2023 nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu. Hún var þar í sinni fjórðu ferð yfir víglínuna til þess að flytja fréttir af ástandinu undir hernámi Rússa og þá sérstaklega til að rannsaka umfangsmiklar handtökur á úkraínskum borgurum. Ferðin var hættuleg vegna þess að hernámsliðið hefur bannað eða komið í veg fyrir sjálfstæðan fréttaflutning frá þeim svæðum Úkraínu sem eru í þeirra höndum. Viktoriia var þegar hér var komið sögu eini úkraínski blaðamaðurinn sem fór í slíkar fréttaöflunarferðir. Lík Viktoriiu var eitt af rúmlega sjö hundruð sem Rússar afhentu við skipti líkamsleifa um miðjan febrúar sl., en slík skipti hafa nokkrum sinnum farið fram undanfarið. Líkamsleifarnar voru sveipaðar hvítu plasti og höfðu verið merktar nafni, staðsetningu og stundum dánarorsök. Neðst á listanum var færsla merkt “óþekkt lík karlmanns” sem eftir rannsóknir reyndist vera lík Viktoriiu. Hún var 27 ára þegar hún var tekin af lífi. “Líkið bar merki pyntinga. Rannsókn sýndi fram á raflostsbrunasár á fótum, brotið rifbein og meiðsli sem benda til kyrkingar, m.a. beinbrot í hálsi. Augu, heili og barki Viktoriiu höfðu einnig verið fjarlægð.” Jan Braathu, fulltrúi fjölmiðlafrelsis hjá Öryggis- og Samvinnustofnun Evrópu (OSCE) fordæmdi illa meðferð og morðið á Viktoriiu í yfirlýsingu í vikunni. Morðið á Viktoriiu er nú rannsakað sem stríðsglæpur, einn fjölmargra sem Rússar hafa framið samfara ólöglegri innrás sinni í Úkraínu og hernámi í kjölfarið. Undirritaður skrifaði grein hér nýverið sem fjallaði um mannréttindabrot og stríðsglæpi Rússa í Úkraínu og því miður er ekkert lát á fréttum af slíku. Örlög Viktoriiu voru rannsökuð af frönsku fréttasamtökunum Forbidden Stories í samstarfi við 13 miðla, þar á meðal Guardian, Washington Post, DER SPIEGEL, France24, Le Monde, ásamt Ukrainska Pravda sem Viktoriia starfaði fyrir. 46 blaðamenn í sex löndum hafa komið að þessari fréttaöflun. Auk þess að rannsaka örlög blaðakonunnar, héldu miðlarnir áfram rannsókn hennar sem hafði það markmið að rannsaka og flytja fréttir af þeim fjölmörgu íbúum hernumdra svæða sem Rússar hafa fangelsað, flesta án ákæru. Áætlað er að yfir 16 þúsund manns séu þannig í haldi Rússa. Slík ólögleg fangelsun getur talist til stríðsglæpa og er til rannsóknar sem slík. Upplýsingum um örlög Viktoriiu og annarra fanga var aflað með yfir 50 viðtölum við fólk sem hafði losnað úr slíkri fangelsun og við fjölskyldur þeirra. Eins var rætt við aðila innan Rússlands og á hernumdu svæðunum sem og við starfsmenn rússneskra fangelsa sem hætt hafa störfum vegna þess sem þar fór fram. Hin fangelsuðu eru hjálparstarfsmenn, blaðamenn, eigendur fyrirtækja, stjórnmálafólk, trúarleiðtogar, og annað fólk sem liggur undir grun Rúsaa um að hafa einhvern veginn streist á móti innrás þeirra og hernámi. Þeim er haldið á fleiri en 180 stöðum bæði á hernumdu svæðunum og í Rússlandi. Guardian flutti ítarlega frétt um meðferð þessara fanga í vikunni, þar sem fram kemur að flestir hafa ekki verið ákærðir og að upplýsingar um staðsetningu þeirra eru ekki veittar af hernámsliðinu. Hvoru tveggja getur talist til stríðsglæpa. Guardian og aðrir fjölmiðlar hafa skrásett skipulegar pyntingar á 29 af þeim 180 stöðum sem föngum er haldið og leiða má líkur að því að svipuðum aðferðum sé beitt á öðrum stöðum. Algengustu pyntingaraðferðirnar eru raflost, drukknun (e. waterboarding), gerviaftökur, barsmíðar með tré og málmhömrum og ítrekuð högg á sama líkamshluta, ásamt ýmis konar auðmýkingu eins og að vera bundin með límbandi og setið á eins og húsgögnum. Fyrrverandi fangar hafa einnig sagt að þeim hafi verið bannað að tala úkraínsku, að matur hafi verið af ákaflega skornum skammti og að fangar hafi verið hvattir til sjálfsmorðs. Pyntingum var beitt til þess að afla upplýsinga og til þess að knýja fram játningar. Að sögn Guardian var það gert með vitund og vilja háttsettra fulltrúa rússneskra stjórnvalda. Þegar rætt er um mögulegt vopnahlé og friðarsamninga er áríðandi að framferði rússneska hernámsliðsins verði rannsakað frekar í kjölfarið og þeir sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi verði látnir svara til saka. Fréttaflutningur af glæpum hernámsliðsins segir sína sögu um hvers vegna úkraínskum stjórnvöldum er mjög í mun að tryggja að úkraínskir borgarar verði ekki til langframa á valdi Rússa og að hernámið verði aðeins tímabundið - að yfirráð Rússa yfir hluta Úkraínu verði ekki samþykkt þó að ekki kunni að vera mögulegt að frelsa þau svæði eins og staðan er í dag, hvorki á vígvellinum né við samningaborðið. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Hann starfaði náið með mannréttindateymi SÞ í Afganistan 2009-11. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erlingur Erlingsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Rússar tóku úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna höndum sumarið 2023 nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu. Hún var þar í sinni fjórðu ferð yfir víglínuna til þess að flytja fréttir af ástandinu undir hernámi Rússa og þá sérstaklega til að rannsaka umfangsmiklar handtökur á úkraínskum borgurum. Ferðin var hættuleg vegna þess að hernámsliðið hefur bannað eða komið í veg fyrir sjálfstæðan fréttaflutning frá þeim svæðum Úkraínu sem eru í þeirra höndum. Viktoriia var þegar hér var komið sögu eini úkraínski blaðamaðurinn sem fór í slíkar fréttaöflunarferðir. Lík Viktoriiu var eitt af rúmlega sjö hundruð sem Rússar afhentu við skipti líkamsleifa um miðjan febrúar sl., en slík skipti hafa nokkrum sinnum farið fram undanfarið. Líkamsleifarnar voru sveipaðar hvítu plasti og höfðu verið merktar nafni, staðsetningu og stundum dánarorsök. Neðst á listanum var færsla merkt “óþekkt lík karlmanns” sem eftir rannsóknir reyndist vera lík Viktoriiu. Hún var 27 ára þegar hún var tekin af lífi. “Líkið bar merki pyntinga. Rannsókn sýndi fram á raflostsbrunasár á fótum, brotið rifbein og meiðsli sem benda til kyrkingar, m.a. beinbrot í hálsi. Augu, heili og barki Viktoriiu höfðu einnig verið fjarlægð.” Jan Braathu, fulltrúi fjölmiðlafrelsis hjá Öryggis- og Samvinnustofnun Evrópu (OSCE) fordæmdi illa meðferð og morðið á Viktoriiu í yfirlýsingu í vikunni. Morðið á Viktoriiu er nú rannsakað sem stríðsglæpur, einn fjölmargra sem Rússar hafa framið samfara ólöglegri innrás sinni í Úkraínu og hernámi í kjölfarið. Undirritaður skrifaði grein hér nýverið sem fjallaði um mannréttindabrot og stríðsglæpi Rússa í Úkraínu og því miður er ekkert lát á fréttum af slíku. Örlög Viktoriiu voru rannsökuð af frönsku fréttasamtökunum Forbidden Stories í samstarfi við 13 miðla, þar á meðal Guardian, Washington Post, DER SPIEGEL, France24, Le Monde, ásamt Ukrainska Pravda sem Viktoriia starfaði fyrir. 46 blaðamenn í sex löndum hafa komið að þessari fréttaöflun. Auk þess að rannsaka örlög blaðakonunnar, héldu miðlarnir áfram rannsókn hennar sem hafði það markmið að rannsaka og flytja fréttir af þeim fjölmörgu íbúum hernumdra svæða sem Rússar hafa fangelsað, flesta án ákæru. Áætlað er að yfir 16 þúsund manns séu þannig í haldi Rússa. Slík ólögleg fangelsun getur talist til stríðsglæpa og er til rannsóknar sem slík. Upplýsingum um örlög Viktoriiu og annarra fanga var aflað með yfir 50 viðtölum við fólk sem hafði losnað úr slíkri fangelsun og við fjölskyldur þeirra. Eins var rætt við aðila innan Rússlands og á hernumdu svæðunum sem og við starfsmenn rússneskra fangelsa sem hætt hafa störfum vegna þess sem þar fór fram. Hin fangelsuðu eru hjálparstarfsmenn, blaðamenn, eigendur fyrirtækja, stjórnmálafólk, trúarleiðtogar, og annað fólk sem liggur undir grun Rúsaa um að hafa einhvern veginn streist á móti innrás þeirra og hernámi. Þeim er haldið á fleiri en 180 stöðum bæði á hernumdu svæðunum og í Rússlandi. Guardian flutti ítarlega frétt um meðferð þessara fanga í vikunni, þar sem fram kemur að flestir hafa ekki verið ákærðir og að upplýsingar um staðsetningu þeirra eru ekki veittar af hernámsliðinu. Hvoru tveggja getur talist til stríðsglæpa. Guardian og aðrir fjölmiðlar hafa skrásett skipulegar pyntingar á 29 af þeim 180 stöðum sem föngum er haldið og leiða má líkur að því að svipuðum aðferðum sé beitt á öðrum stöðum. Algengustu pyntingaraðferðirnar eru raflost, drukknun (e. waterboarding), gerviaftökur, barsmíðar með tré og málmhömrum og ítrekuð högg á sama líkamshluta, ásamt ýmis konar auðmýkingu eins og að vera bundin með límbandi og setið á eins og húsgögnum. Fyrrverandi fangar hafa einnig sagt að þeim hafi verið bannað að tala úkraínsku, að matur hafi verið af ákaflega skornum skammti og að fangar hafi verið hvattir til sjálfsmorðs. Pyntingum var beitt til þess að afla upplýsinga og til þess að knýja fram játningar. Að sögn Guardian var það gert með vitund og vilja háttsettra fulltrúa rússneskra stjórnvalda. Þegar rætt er um mögulegt vopnahlé og friðarsamninga er áríðandi að framferði rússneska hernámsliðsins verði rannsakað frekar í kjölfarið og þeir sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi verði látnir svara til saka. Fréttaflutningur af glæpum hernámsliðsins segir sína sögu um hvers vegna úkraínskum stjórnvöldum er mjög í mun að tryggja að úkraínskir borgarar verði ekki til langframa á valdi Rússa og að hernámið verði aðeins tímabundið - að yfirráð Rússa yfir hluta Úkraínu verði ekki samþykkt þó að ekki kunni að vera mögulegt að frelsa þau svæði eins og staðan er í dag, hvorki á vígvellinum né við samningaborðið. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Hann starfaði náið með mannréttindateymi SÞ í Afganistan 2009-11.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun