Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Bikar á loft. Pau Barrena/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir varð í gær bikarmeistari kvenna í knattspyrnu þegar Bayern München tryggði sér tvennuna í Þýskalandi. Hún var eðlilega mjög ánægð þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir leik. Sjá má mörkin úr leiknum hér að neðan. Glódís Perla lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald þegar Bayern vann Werder Bremen 4-2 í úrslitum. „Ég meina, þetta er ótrúlegt. Þetta er mjög sérstakt fyrir klúbbinn, þetta er risa viðburður. Það er langt síðan síðast, við náðum markmiði okkar svo ég er ótrúlega stolt af stelpunum, starfsliðinu og öllum. Þetta var frábær dagur,“ sagði fyrirliðinn Glódís Perla að leik loknum en Bayern vann síðast bikarinn árið 2012. „Að mínu mati er bikarkeppnin einstök og að vissu mati gerð fyrir lítilmagnann. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Werder Bremen er gott lið sem nýtur sín á svona augnablikum og maður gat heyrt í áhorfendum allan tímann. Þetta var einnig stórt augnablik fyrir þær og maður verður að virða það. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þær mættu til leiks í dag og virkilega gáfu okkur leik. Það er það sem maður vill í bikarúrslitum.“ „Ég er mjög ánægð og tel okkur hafa verið betra liðið heilt yfir. Við sköpuðum mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk, var skemmtilegur leikur til að spila í.“ Klippa: Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Aðspurð hvort eitthvað sérstakt væri planað fyrir þjálfara liðsins – Alexander Straus - sem hættir að tímabilinu loknu sagði Glódís Perla að leikmannahópurinn væri með skemmtinefnd sem sæi um slíkt. „Við vitum allar að við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni en auðvitað munum við fagna tvennunni í kvöld. Það var sérstakt að geta gefið honum þetta sem kveðjugjöf þar sem hann á stóran þátt í þessu,“ sagði Glódís Perla að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Glódís Perla lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald þegar Bayern vann Werder Bremen 4-2 í úrslitum. „Ég meina, þetta er ótrúlegt. Þetta er mjög sérstakt fyrir klúbbinn, þetta er risa viðburður. Það er langt síðan síðast, við náðum markmiði okkar svo ég er ótrúlega stolt af stelpunum, starfsliðinu og öllum. Þetta var frábær dagur,“ sagði fyrirliðinn Glódís Perla að leik loknum en Bayern vann síðast bikarinn árið 2012. „Að mínu mati er bikarkeppnin einstök og að vissu mati gerð fyrir lítilmagnann. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Werder Bremen er gott lið sem nýtur sín á svona augnablikum og maður gat heyrt í áhorfendum allan tímann. Þetta var einnig stórt augnablik fyrir þær og maður verður að virða það. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þær mættu til leiks í dag og virkilega gáfu okkur leik. Það er það sem maður vill í bikarúrslitum.“ „Ég er mjög ánægð og tel okkur hafa verið betra liðið heilt yfir. Við sköpuðum mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk, var skemmtilegur leikur til að spila í.“ Klippa: Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Aðspurð hvort eitthvað sérstakt væri planað fyrir þjálfara liðsins – Alexander Straus - sem hættir að tímabilinu loknu sagði Glódís Perla að leikmannahópurinn væri með skemmtinefnd sem sæi um slíkt. „Við vitum allar að við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni en auðvitað munum við fagna tvennunni í kvöld. Það var sérstakt að geta gefið honum þetta sem kveðjugjöf þar sem hann á stóran þátt í þessu,“ sagði Glódís Perla að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira