Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2025 20:03 Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti, sem var ein af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets Árborg Orkumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets
Árborg Orkumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira