Í 7. lotu féll maðurinn yfir handrið á PNC Park og niður á völlinn. Talið er að hann hafi fallið niður um sex metra.
Bráðaliðar á PNC Park, heimavelli Pirates, og læknateymi liðanna huguðu að manninum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.
„Ég hugsa til hans og fjölskyldu hans. Þetta var ógnvekjandi. Ég sá þetta ekki gerast en sá þetta svo eftir á. Ég vona bara að allt sé í lagi,“ sagði Craig Counsell, þjálfari Cubs.
Tíu mínútna hlé var gert á leiknum meðan hugað var að manninum og hann fluttur af vellinum.
„Ég get ekki annað en hugsað til mannsins, fjölskyldu hans og vina,“ sagði Andrew McCutchen, leikmaður Pirates.
„Ég bið fyrir honum. Hugsum um ástvini hans og föðmum fjölskyldumeðlimi okkar aðeins þéttar að okkur í kvöld. Vonandi hefur hann þetta af.“
Pirates vann leikinn, 4-2.