Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar 1. maí 2025 09:32 Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar