Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar 1. maí 2025 09:32 Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun