Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöku. Vaka bar sigur úr býtum í nýafstöðnum kosningum til stúdentaráðs. Tíu fulltrúar Vöku hlutu kjör gegn sjö fulltrúum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks. Þar með bætti Vaka við sig einum manni í ráðinu frá síðasta starfsári, en Röskva tapaði einum.
Á fundinum var einnig kjörinn nýr oddviti félagsins en er það læknaneminn Eiríkur Kúld Viktorsson sem tekur við af fráfarandi oddvita, Júlíusi Viggó Ólafssyni hagfræðinema.
„Þakklæti er mér efst í huga og er ég mjög þakklátur fráfarandi stjórn og nefndum fyrir starf þeirra á líðandi starfsári. Upprisa félagsins frá því að ég gekk til liðs við það hefur verið ótrúleg og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að bera ábyrgð á framgangi félagsins næsta árið. Með góðu skipulagi og ótrúlegu teymi náðum við að auka við meirihluta okkar í stúdentaráði og augljóst að meirihluti nemenda treystir Vöku fyrir áframhaldandi baráttu fyrir hagsmunum stúdenta,“ er haft er eftir hinum nýkjörna Kristófer Breka.
Ásamt formanni félagsins var kosið um nýja stjórn félagsins á aðalfundi þess í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá nýkjörna stjórn Vöku:
- Formaður: Kristófer Breki Halldórsson, viðskiptafræði
- Varaformaður: Drífa Lýðsdóttir, stjórnmálafræði
- Oddviti: Eiríkur Kúld Viktorsson, læknisfræði
- Ritari: Elín Karlsdóttir, lífeindafræði
- Gjaldkeri: Elí Tómas Kurtsson, viðskiptafræði
- Framkvæmdastjóri: Guðmundur Kristinn Þorsteinsson, læknisfræði
- Skemmtanastjóri: Ragnheiður Arnarsdóttir, hagfræði
- Ritstjóri: Stefanía Silfá Sigurðardóttir, blaðamennska
- Markaðsstjóri: Birgir Ari Óskarsson, viðskiptafræði
- Alþjóðafulltrúi: Sturla E. Jónsson, stjórnmálafræði
- Meðstjórnendur: Guðlaug Embla Hjartardóttir, sálfræði
- Katrín Anna Karlsdóttir, viðskiptafræði
- Kristján Dagur Jónsson, stærðfræði
- Oliver Nordquist, lögfræði
- Sigurbjörg Guðmundsdóttir, lögfræði
- Þorkell Valur Gíslason, sagnfræði