Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:10 Friðriki Danakonungi var vel fagnað í Nuuk í gær. Kongehuset Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar. Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar.
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35