Íslenski boltinn

Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Örn Fjeldsted í leik með HK síðasta sumar.
Dagur Örn Fjeldsted í leik með HK síðasta sumar. vísir/diego

Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum.

Dagur, sem varð tvítugur, í gær er uppalinn hjá Breiðabliki en lék með Grindavík í Lengjudeildinni stærstan hluta sumarsins 2023.

Í fyrra lék Dagur átta leiki með Breiðabliki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark áður en hann var lánaður til HK. Hann spilaði tíu deildarleiki með HK-ingum og skoraði eitt mark.

FH veitir ekki af liðsstyrk en liðið er aðeins með eitt stig á botni Bestu deildarinnar og dottið úr leik í Mjólkurbikarnum.

Næsti leikur FH er gegn Val í Kaplakrika á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×