„Við erum mjög ánægð með að hafa náð þessum áfanga og þakklát fyrir traust fjárfesta okkar,” segir Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri Lauf Cycles.
„Fjármögnunin gerir okkur kleift að hraða þróun nýrra vara, auka framleiðslugetu og sækja af enn meiri krafti inn á erlenda markaði. Þetta eru spennandi tímar.“
Kvika fjárfestingarbanki veitti samkvæmt tilkynningu ráðgjöf við hlutafjáraukninguna, sem var leidd af hluthöfum félagsins, ásamt aðkomu nýrra aðila.

Lauf kynnti félagið sitt fyrsta fjallahjól en hefur þegar skapað sér sess á alþjóðlegum markaði í hjólahönnun, sérstaklega á sviði malar- og götuhjóla en nýverið. Undanfarin þrjú ár hefur Lauf Cycles unnið að uppsetningu á öflugri samsetningarverksmiðju í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum.
Í tilkynningu segir að verksmiðjan færi félaginu aukið rekstrarhagræði og öryggi, sérstaklega á þeim umbrotstímum sem nú ríkja.
Lauf Forks var stofnað árið 2011 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framsæknar nýjungar í hjólageiranum.
Í upphafi var Lauf stofnað utan um uppfinningu á demparagaffli fyrir reiðhjól sem fyrirtækið er með einkaleyfi á. Í dag er fyrirtækið einnig með alþjóðlegt einkaleyfi á stýri fyrir reiðhjól sem einnig er uppfinning félagsins. Fyrirtækið selur þrjár tegundir hjóla, Seiglu, malarhjól, Úthald, götuhjól, og Elju, fjallahjól.