Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón Jónsson, Sverrir G. Ármannsson og Ragnar Magnússon skipuðu sveit Infocapital.
„Íslandsmótið var óvenju spennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna um úrslitin allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands í tilkynningu.
Mótið fór fram í Fjölbrautarskólanum í Mosfellsbæ en alls kepptu 12 bridssveitir frá öllu landinu til úrslita.
Nokkur uppgangur hefur verið í bridge-heiminum á Íslandi undanfarin ár eins og framkvæmdastjóri bridge-sambandsins kom inn á í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 árið 2023.