Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2025 11:03 Shedeur Sanders er skrautlegur karakter. vísir/getty Frægasti maðurinn í nýliðavali NFL-deildarinnar, Shedeur Sanders, átti erfiða daga í kringum nýliðavalið og ekki bætti úr skák er hann var gabbaður á ljótan hátt. Sanders er sonur goðsagnarinnar Deion Sanders, sem spilaði bæði í NFL og MLB, og hefur ferðalag þeirra feðga í háskólaboltanum allt verið skjalfest í þáttum sem Disney+ gerði. Er Sanders tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavalinu var í fyrstu talað um að hann gæti verið valinn fyrstur. Hann var alltaf í umræðunni um að vera á meðal fyrstu manna til að vera valinn. An NFL official said the league is looking into how Shedeur Sanders’ private number was leaked and then used for this prank call: pic.twitter.com/h5P1CIIQlI— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 27, 2025 Síðustu vikur fóru hins vegar illa. Hann þótti ekki standa sig vel í viðtölum við félögin í NFL-deildinni og sjarminn fór smám saman af honum. Svo mikið reyndar að hann var ekki valinn fyrr en númer 144 og það af Cleveland Browns. Í millitíðinni lenti hann í því að hringt var í hann og honum sagt að New Orleans Saints ætlaði að velja sig. Það var aftur á móti hrekkur sem sonur varnarþjálfara Atlanta Falcons, Jeff Ulbrich, stóð fyrir. Jax Ulbrich, the son of #Falcons DC Jeff Ulbrich, has released a statement apologizing for his prank call to Shedeur Sanders during the 2025 NFL Draft. pic.twitter.com/dalUjHjrxZ— Ian Rapoport (@RapSheet) April 27, 2025 Sá hefði séð símanúmer Sanders í iPad pabba síns og skrifað það niður. Hann nýtti sér það svo til þess að gabba leikstjórnandann unga. Þetta fannst fæstum fyndið og drengurinn gaf frá sér afsökunarbeiðni í gær. Falcons gerði slíkt hið sama. NFL-deildin er að fara yfir alla verkferla vegna þessa en pabbanum verður ekki refsað. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
Sanders er sonur goðsagnarinnar Deion Sanders, sem spilaði bæði í NFL og MLB, og hefur ferðalag þeirra feðga í háskólaboltanum allt verið skjalfest í þáttum sem Disney+ gerði. Er Sanders tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavalinu var í fyrstu talað um að hann gæti verið valinn fyrstur. Hann var alltaf í umræðunni um að vera á meðal fyrstu manna til að vera valinn. An NFL official said the league is looking into how Shedeur Sanders’ private number was leaked and then used for this prank call: pic.twitter.com/h5P1CIIQlI— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 27, 2025 Síðustu vikur fóru hins vegar illa. Hann þótti ekki standa sig vel í viðtölum við félögin í NFL-deildinni og sjarminn fór smám saman af honum. Svo mikið reyndar að hann var ekki valinn fyrr en númer 144 og það af Cleveland Browns. Í millitíðinni lenti hann í því að hringt var í hann og honum sagt að New Orleans Saints ætlaði að velja sig. Það var aftur á móti hrekkur sem sonur varnarþjálfara Atlanta Falcons, Jeff Ulbrich, stóð fyrir. Jax Ulbrich, the son of #Falcons DC Jeff Ulbrich, has released a statement apologizing for his prank call to Shedeur Sanders during the 2025 NFL Draft. pic.twitter.com/dalUjHjrxZ— Ian Rapoport (@RapSheet) April 27, 2025 Sá hefði séð símanúmer Sanders í iPad pabba síns og skrifað það niður. Hann nýtti sér það svo til þess að gabba leikstjórnandann unga. Þetta fannst fæstum fyndið og drengurinn gaf frá sér afsökunarbeiðni í gær. Falcons gerði slíkt hið sama. NFL-deildin er að fara yfir alla verkferla vegna þessa en pabbanum verður ekki refsað.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira