Lífið

Veittu verð­laun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gísli Ásgeirsson, Ölvir Gíslason og Gísli Ásgerisson hrepptu fyrstu þrjú sætin.
Gísli Ásgeirsson, Ölvir Gíslason og Gísli Ásgerisson hrepptu fyrstu þrjú sætin. AÐsend

Íslandsmeistaramót í skrafli fór fram um helgina. Auk þess sem Íslandsmeistari var krýndur voru einnig veitt verðlaun fyrir dónalegasta orðið og stigahæsta nýliðann. Dómarinn hafði í nógu að snúast vegna véfengdra lagna.

Tíu umferðir voru spilaðar að skrafli og en Garðar Guðnason bar loks sigur úr býtum. Þá kom það tvisvar fyrir í keppninni að skraflspilari náði að leggja niður svokallaðan nífaldara og fengu 185 stig fyrir eitt orð.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir dónalegasta orðið. Þau verðlaun hlaut Hrafnhildur Þórólfsdóttir fyrir orðið graðasti.

Hrafnhildur Þórólfsdóttir hlaut dónaverðlaunin.AÐSEND

„Lagnir voru véfengdar sem aldrei fyrr og fékk dómari ekki flóafrið,“ stendur í fréttatilkynningu frá Skraflfélagi Íslands en oft var kallað í dómarann til að dæma um hvort að orðin sem andstæðingurinn lagði niður væru í til í raun.

Meðal orða sem að dómarinn samþykkti ekki voru fótavani, klofráðs, sætíð, maðkastu og rumsi. Þá voru nokkur orð sem að dæmd voru gild líkt og nikkaðu, ógramur, ólaghenta og trums.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.