Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 14:05 Bragi fékk fjölmargar spurningar frá fundargestum vegna fjármálanna og svaraði þeim skýrt og vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira