Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar 25. apríl 2025 22:00 Með auknum fjölda einstaklinga á Íslandi með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn skapast ákall um samtal um tvöfalda jaðarsetningu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra. Um það bil 40 % barna sem fær greiningu á Íslandi koma frá fjölskyldum með fjölbreyttan tungumála-og menningarbakgrunn. Það er því augljós og mikil þörf á að fjalla um stöðu og reynslu innflytjendafjölskyldna fatlaðra barna á Íslandi. Fjölskyldur þar sem fötlun og félags- og menningarleg staða þeirra samtvinnast á margvíslegan hátt standa frammi fyrir allskonar áskorunum og hindrunum sem mæta þeim í samskiptum við kerfið, m.a. þegar kemur að upplýsingum, aðgengi að þjónustu og samráði. Góðu fréttirnar eru þær, að ýmis úrræði og aðferðir geta stuðlað að aukinni inngildingu. Á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar og Þroskahjálpar sem haldin verður 8. og 9. maí, verða þessi mál í brennidepli. Ráðstefnan er vettvangur fyrir fagfólk, aðstandendur, stefnumótendur og fulltrúa félagssamtakana til að skiptast á reynslu, dýpka skilning og leita lausna í anda fjölmenningarlegrar velferðar og mannréttinda. Áskoranir Tvöföld jaðarsetning vísar til þess þegar einstaklingur tilheyrir tveimur eða fleiri jaðarsettum hópum. Í þessu samhengi er átt við börn sem eru bæði fötluð og af erlendum uppruna. Samtvinnun þessara þátta getur leitt til margþættra og flókinna áskorana í samskiptum við kerfið og samfélagið. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna mæta oft tungumálahindrunum, skorti á aðgengilegum og skiljanlegum upplýsingum um réttindi og þjónustu, auk þess geta félagslegar aðstæður verið krefjandi. Margar fjölskyldur eru á leigumarkaði og hafa mögulega lítið eða ekkert bakland og þurfa að samræma vaktavinnu eða óreglulegan vinnutíma við þarfir barnsins. Þetta getur haft áhrif á möguleika þeirra til að nýta þjónustu, taka þátt í samráði og fylgjast með framvindu mála. Til að tryggja jafnræði og inngildingu þarf að horfa á þessar áskoranir í samhengi og þróa lausnir sem taka mið af fjölbreyttum bakgrunni og þörfum fjölskyldunnar. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna lifa oft við flóknar og krefjandi aðstæður í íslensku samfélagi. Þær eiga erfitt með að nálgast þjónustu sem á að styðja við þau, meðal annars vegna skorts á túlkaþjónustu og óaðgengilegra upplýsinga um kerfið. Mörgum reynist erfitt að skilja réttindi sín eða hvar á að leita eftir hjálp. Skortur á samskiptum milli skóla og foreldra, ásamt lítilli aðlögun að fjölbreyttum þörfum, veldur því að foreldrar upplifa sig oft einangraða. Félagsleg einangrun er einnig veruleiki margra fjölskyldna. Án stuðningsnets vegna menningarlegra og félagslegra aðgreininga finna foreldrar oft fyrir einmanaleika og skorti á tengslum við aðra í svipaðri stöðu. Tækifæri til framfara Það er sameiginleg samfélagsleg ábyrgð okkar allra að leggja áherslu á leiðir og úrræði sem byggja upp meira inngildandi samfélag. Þetta snýst ekki aðeins um að tryggja að einstaklingar sem þurfa meiri stuðning eða aðstoð upplifi sig örugga og velkomna í okkar umhverfi, heldur einnig um að tryggja að þessir einstaklingar fái allar þær upplýsingar og þau úrræði sem völ er á. Gott dæmi um þetta er að bjóða upp á þjónustu og nauðsynlegar upplýsingar á mismunandi tungumálum. Stofnanir okkar þurfa að koma til móts við þarfir fjölskyldna sem koma frá fjölbreyttum menningar- og tungumálaheimum. Félagasamtök og fulltrúar stofnanna og yfirvalda gegna hér mikilvægu hlutverki í stuðningi við fjölskyldur sem eru af erlendum bergi brotin. Mikilvægt er einnig að miðstýra þjónustu við fjölskyldur og efla samstarf milli stjórnvalda og fjölskyldna – með það að markmiði að laga þjónustuna betur að þörfum þeirra. Í ár heldur Ráðgjafar- og greiningarstöð vorráðstefnu sína í fertugasta sinn. Þetta er frábært tilefni til að fagna og hittast á ný í stórum hópi á Hilton hótelinu, ræða mikilvæg málefni og kynna faglega nálgun okkar. Í fyrsta sinn verður ráðstefnan haldin í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, og að þessu sinni verður yfirskriftin “Fötluð börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn: áskoranir og tækifæri”. Við sameinum krafta okkar í ár til að leggja sérstaka áherslu á að bæta stöðu þessara barna og fjölskyldna þeirra, og beina athygli samfélagsins að leiðum og úrræðum til að bæta lífsgæði þessa hóps. Við hvetjum sérstaklega fagfólk sem vinnur með börnum, foreldra og forráðamenn, sem og fulltrúa stofnanna og félagasamtaka, til að taka þátt. Þema tvöfaldrar jaðarsetningar kallar á sameiginlega ábyrgð, ákvörðunartöku og framkvæmd – svo okkur öllum geti liðið betur. Höfundur er verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna hjá Þroskahjálp Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Innflytjendamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Með auknum fjölda einstaklinga á Íslandi með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn skapast ákall um samtal um tvöfalda jaðarsetningu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra. Um það bil 40 % barna sem fær greiningu á Íslandi koma frá fjölskyldum með fjölbreyttan tungumála-og menningarbakgrunn. Það er því augljós og mikil þörf á að fjalla um stöðu og reynslu innflytjendafjölskyldna fatlaðra barna á Íslandi. Fjölskyldur þar sem fötlun og félags- og menningarleg staða þeirra samtvinnast á margvíslegan hátt standa frammi fyrir allskonar áskorunum og hindrunum sem mæta þeim í samskiptum við kerfið, m.a. þegar kemur að upplýsingum, aðgengi að þjónustu og samráði. Góðu fréttirnar eru þær, að ýmis úrræði og aðferðir geta stuðlað að aukinni inngildingu. Á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar og Þroskahjálpar sem haldin verður 8. og 9. maí, verða þessi mál í brennidepli. Ráðstefnan er vettvangur fyrir fagfólk, aðstandendur, stefnumótendur og fulltrúa félagssamtakana til að skiptast á reynslu, dýpka skilning og leita lausna í anda fjölmenningarlegrar velferðar og mannréttinda. Áskoranir Tvöföld jaðarsetning vísar til þess þegar einstaklingur tilheyrir tveimur eða fleiri jaðarsettum hópum. Í þessu samhengi er átt við börn sem eru bæði fötluð og af erlendum uppruna. Samtvinnun þessara þátta getur leitt til margþættra og flókinna áskorana í samskiptum við kerfið og samfélagið. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna mæta oft tungumálahindrunum, skorti á aðgengilegum og skiljanlegum upplýsingum um réttindi og þjónustu, auk þess geta félagslegar aðstæður verið krefjandi. Margar fjölskyldur eru á leigumarkaði og hafa mögulega lítið eða ekkert bakland og þurfa að samræma vaktavinnu eða óreglulegan vinnutíma við þarfir barnsins. Þetta getur haft áhrif á möguleika þeirra til að nýta þjónustu, taka þátt í samráði og fylgjast með framvindu mála. Til að tryggja jafnræði og inngildingu þarf að horfa á þessar áskoranir í samhengi og þróa lausnir sem taka mið af fjölbreyttum bakgrunni og þörfum fjölskyldunnar. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna lifa oft við flóknar og krefjandi aðstæður í íslensku samfélagi. Þær eiga erfitt með að nálgast þjónustu sem á að styðja við þau, meðal annars vegna skorts á túlkaþjónustu og óaðgengilegra upplýsinga um kerfið. Mörgum reynist erfitt að skilja réttindi sín eða hvar á að leita eftir hjálp. Skortur á samskiptum milli skóla og foreldra, ásamt lítilli aðlögun að fjölbreyttum þörfum, veldur því að foreldrar upplifa sig oft einangraða. Félagsleg einangrun er einnig veruleiki margra fjölskyldna. Án stuðningsnets vegna menningarlegra og félagslegra aðgreininga finna foreldrar oft fyrir einmanaleika og skorti á tengslum við aðra í svipaðri stöðu. Tækifæri til framfara Það er sameiginleg samfélagsleg ábyrgð okkar allra að leggja áherslu á leiðir og úrræði sem byggja upp meira inngildandi samfélag. Þetta snýst ekki aðeins um að tryggja að einstaklingar sem þurfa meiri stuðning eða aðstoð upplifi sig örugga og velkomna í okkar umhverfi, heldur einnig um að tryggja að þessir einstaklingar fái allar þær upplýsingar og þau úrræði sem völ er á. Gott dæmi um þetta er að bjóða upp á þjónustu og nauðsynlegar upplýsingar á mismunandi tungumálum. Stofnanir okkar þurfa að koma til móts við þarfir fjölskyldna sem koma frá fjölbreyttum menningar- og tungumálaheimum. Félagasamtök og fulltrúar stofnanna og yfirvalda gegna hér mikilvægu hlutverki í stuðningi við fjölskyldur sem eru af erlendum bergi brotin. Mikilvægt er einnig að miðstýra þjónustu við fjölskyldur og efla samstarf milli stjórnvalda og fjölskyldna – með það að markmiði að laga þjónustuna betur að þörfum þeirra. Í ár heldur Ráðgjafar- og greiningarstöð vorráðstefnu sína í fertugasta sinn. Þetta er frábært tilefni til að fagna og hittast á ný í stórum hópi á Hilton hótelinu, ræða mikilvæg málefni og kynna faglega nálgun okkar. Í fyrsta sinn verður ráðstefnan haldin í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, og að þessu sinni verður yfirskriftin “Fötluð börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn: áskoranir og tækifæri”. Við sameinum krafta okkar í ár til að leggja sérstaka áherslu á að bæta stöðu þessara barna og fjölskyldna þeirra, og beina athygli samfélagsins að leiðum og úrræðum til að bæta lífsgæði þessa hóps. Við hvetjum sérstaklega fagfólk sem vinnur með börnum, foreldra og forráðamenn, sem og fulltrúa stofnanna og félagasamtaka, til að taka þátt. Þema tvöfaldrar jaðarsetningar kallar á sameiginlega ábyrgð, ákvörðunartöku og framkvæmd – svo okkur öllum geti liðið betur. Höfundur er verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna hjá Þroskahjálp
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun