Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Drápuhlíðargrjót, viðarklædd loft, stórir gluggar og arnar í stofurýminu gefa húsinu sterkan svip í anda sjöunda áratugarins.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stórar og opnar stofur, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og bílskúr sem hefur verið breytt í stúdíóíbúð.
Stofurýmið er opið og bjart, með gluggum á þrjá vegu og þakgluggum í borðstofunni. Þaðan er útgengt í skjólsælan garð með heitum potti, matjurtabeði og fallegum gróðri.
Eldhúsið er opið við stofu, prýtt sérsmíðaðri innréttingu með marmaraplötu á borðum og nýlegum tækjum. Fyrir miðju er stór eyja með góðu vinnuplássi.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






