Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2025 10:31 Þórhildur er himinlifandi með fyrirkomulagið. Þórhildur Magnúsdóttir er menntaður verkfræðingur og hagfræðingur en einnig sambandsmarkþjálfi og jógakennari. Og er hún mjög vinsæl sem slík. Þórhildur er í hjónabandi en er einnig með kærasta og segir hún að allir séu sáttir með það fyrirkomulag. Vala Matt hitti Þórhildi í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. En eiginmaðurinn hefur einnig leyfi til að vera í sambandi við aðra konu og hefur verið í öðrum samböndum auk hjónabandsins og börnin þeirra eru að þeirra sögn fullkomlega sátt við þetta fjölskyldumynstur. Þórhildur er einnig með mjög vinsælar netsíður og hlaðvörp undir nafninu sundur og saman. En Þórhildur heldur einnig vinsæl námskeið og er núna með spennandi ferð til Malaga á suður Spáni 22. apríl þar sem konur geta farið og sett sig almennilega í fyrsta sæti og endurheimt ástina og skapað hamingjuna í sínu lífi og gleðina. „Við hjónin höfum núna verið í það sem við köllum opið samband í átta ár. Við vorum búin að vera saman í tíu ár áður en við ákváðum að breyta sambandinu okkar,“ segir Þórhildur og heldur áfram. „Við höfum verið í sambandi með öðru fólki en aðallega er þetta leið til að upplifa frelsi og fá að vera við sjálf. Ég á núna kærasta, annan heldur en manninn minn. Hann býr ekki á Íslandi og við hittumst af og til og förum og ferðumst eitthvað saman. Þetta getur í rauninni verið hvaða form sem er og þetta er allavega okkar fyrirkomulag núna.“ Pörin bæði á góðri stundu. Hún segir að eiginmaðurinn sé sjálfur ekki í öðru sambandi núna. „Við erum að mörgu leyti mjög ólík. Ég er mun meiri félagsvera og meira extróvert heldur en hann. Ég hef kannski meiri löngun til þess að vera tengjast fleiri einstaklingum. En það er alveg sama frelsi í báðar áttir og hann er bara ekki í sambandi núna,“ segir Þórhildur og bætir við að eiginmaðurinn hafi verið í einhverskonar sambandi við aðrar konur en ekki af sama toga og hún. „Sumir eru alltaf í einhverjum samböndum, aðrir eru oftar einir og við erum bara svo ólík öll. Honum finnst það frábært að ég sé að fara til útlanda til að vera með kærastanum og mikið gleðiefni og hann samgleðst mér. Þeir eiga góða samleið saman og það er ekkert nema gleði með þetta.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Þórhildur fer dýpra yfir málið. Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Og er hún mjög vinsæl sem slík. Þórhildur er í hjónabandi en er einnig með kærasta og segir hún að allir séu sáttir með það fyrirkomulag. Vala Matt hitti Þórhildi í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. En eiginmaðurinn hefur einnig leyfi til að vera í sambandi við aðra konu og hefur verið í öðrum samböndum auk hjónabandsins og börnin þeirra eru að þeirra sögn fullkomlega sátt við þetta fjölskyldumynstur. Þórhildur er einnig með mjög vinsælar netsíður og hlaðvörp undir nafninu sundur og saman. En Þórhildur heldur einnig vinsæl námskeið og er núna með spennandi ferð til Malaga á suður Spáni 22. apríl þar sem konur geta farið og sett sig almennilega í fyrsta sæti og endurheimt ástina og skapað hamingjuna í sínu lífi og gleðina. „Við hjónin höfum núna verið í það sem við köllum opið samband í átta ár. Við vorum búin að vera saman í tíu ár áður en við ákváðum að breyta sambandinu okkar,“ segir Þórhildur og heldur áfram. „Við höfum verið í sambandi með öðru fólki en aðallega er þetta leið til að upplifa frelsi og fá að vera við sjálf. Ég á núna kærasta, annan heldur en manninn minn. Hann býr ekki á Íslandi og við hittumst af og til og förum og ferðumst eitthvað saman. Þetta getur í rauninni verið hvaða form sem er og þetta er allavega okkar fyrirkomulag núna.“ Pörin bæði á góðri stundu. Hún segir að eiginmaðurinn sé sjálfur ekki í öðru sambandi núna. „Við erum að mörgu leyti mjög ólík. Ég er mun meiri félagsvera og meira extróvert heldur en hann. Ég hef kannski meiri löngun til þess að vera tengjast fleiri einstaklingum. En það er alveg sama frelsi í báðar áttir og hann er bara ekki í sambandi núna,“ segir Þórhildur og bætir við að eiginmaðurinn hafi verið í einhverskonar sambandi við aðrar konur en ekki af sama toga og hún. „Sumir eru alltaf í einhverjum samböndum, aðrir eru oftar einir og við erum bara svo ólík öll. Honum finnst það frábært að ég sé að fara til útlanda til að vera með kærastanum og mikið gleðiefni og hann samgleðst mér. Þeir eiga góða samleið saman og það er ekkert nema gleði með þetta.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Þórhildur fer dýpra yfir málið.
Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira