ÍBV vann 3-1 heimasigur á Fram á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum. Eyjamann hafa nú spilað tvo leiki á vellinum, unnið báða og skorað í þeim sex mörk.
Mörk Eyjamanna á móti Fram skoruðu þeir Omar Sowe, Bjarki Björn Gunnarsson og Oliver Heiðarsson en Kennie Knak Chopart skoraði mark Framliðsins.
Afturelding skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og það tryggði félaginu sinn fyrsta sigur í efstu deild þegar Mosfellingar unnu 1-0 sigur á Víkingum.
Eina markið skoraði Hrannar Snær Magnússon úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur.
Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr báðum leikjunum.