„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 14:47 Mist Edvarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ekki hrifnar af þeirri ákvörðun að heimaleikur Þórs/KA við Tindastól skyldi fara fram inni í Boganum í stað Greifavallarins. Stöð 2 Sport Tveir leikir af fimm í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fóru fram innanhúss, í Boganum á Akureyri og Fjarðabyggðarhöllinni. Þetta var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira