Lífið

Ó­sam­þykkt kjallara­í­búð á rúmar 44 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum.
Húsið hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum.

Í litlu fjölbýlishúsi við Miðtún í Reykjavík er að finna bjarta og sjarmerandi 59, 5 fermetra kjallaraíbúð. Um er að ræða ósamþykkta eign sem hefur verið mikið endurnýjuð. Ásett verð er 44,5 milljónir króna.

Íbúðin er í eigu listakonunnar Geirþrúðar Einarsdóttur, sem hefur innréttað hana af mikilli smekkvísi þar sem eldri húsgögn og nútímaleg hönnun renna saman og mynda fallega og hlýlega heild.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og tvær geymslur. Þá hefur húsið sjálft fengið gott viðhald á undanförnum árum. Við húsið er stór og snyrtilegur sameiginlegur garður.

Eldhús og stofa eru samliggjandi í opnu rými með gluggum í tvær áttir. Í alrýminu er ljósgrátt flotað gólf, sem gefur eigninni mikinn karakter. Eldhúsinnréttingin er nýleg, með góðu vinnuplássi og ljósum steini á borðum. Svört eldhústæki koma einstaklega vel út og samræmast heildarútliti rýmisins.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.