„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 21:45 Jamil Abiad, þjálfari Vals, sá stórmun á liðinu milli leikja en þarf að finna lausnir sóknarlega. vísir / pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira