Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 23:50 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira