Handbolti

Höfðu betur eftir fram­lengdan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór er hornamaður Kadetten Schaffhausen.
Óðinn Þór er hornamaður Kadetten Schaffhausen. Jan-Philipp Burmann/City-Press GmbH Bildagentur via Getty Images

Óðinn Þór Rík­h­arðsson og liðsfé­lag­ar hans í Kadetten Schaff­hausen unnu drama­tísk­an sig­ur á Suhr Aar­au þegar liðin mættust í fyrsta leik liðinna í undanúrslitum svissneska handboltans.

Óðinn Þór kann vel við sig í Sviss og er ljóst að Kadetten stefnir á ekkert annað en sigur þar í landi. Til að standa uppi sem svissneskur meistari þarf Kadetten að fara í gegnum lið eins og Suhr Aarau.

Leikur dagsins var hnífjafn frá upphafi til enda og staðan jöfn 27-27 á þeim tímapunkti. Því þurfti að framlengja. Þar reyndust heimamenn í Kadetten betri aðilinn, lokatölur 34-32 í æsispennandi leik. Óðinn Þór stóð fyrir sínu og skoraði fimm mörk.

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×