Skýrslan sé „full af lygum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 13:57 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira