Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:40 Víða um landið fóru páskamessur fram utan kirkju vegna linnulausra loft- og stórskotaliðsárása. AP/Jevgeníj Maloletka Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira