„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 23:31 Oday Dabbagh líkar lífið vel í Skotlandi. Craig Foy/Getty Images Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni. Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic. Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira
Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic.
Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira