Engin tengsl milli þolenda og gerenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 18:18 Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að fyrir utan líkamsárás á aðfaranótt laugardags hafi allt gengið vel í Ísafjarðarbæ. Vísir/Vilhelm Karl og kona sem réðust á tvo í Ísafjarðarbæ virðast ekki hafa þekkt þolendurna að sögn yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. Hann segir ekkert benda til þess að um hatursglæp hafi verið að ræða. Frekari yfirheyrslur eru fyrirhugaðar á næstu dögum. Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur. Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent