„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 15:21 Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, vonar að lukkan snúist fjölskyldunni í hag eftir stormasama viku. Samsett/aðsend Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“ Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“
Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent