Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 11:02 Í stað þess að fá boltann í lappairnar og inn í hlaupin sín þá voru Real Madrid mennirnir Kylian Mbappe og Vinicius Junior að glíma við eintómar fyrirgjafir allan leikinn. Getty/Angel Martinez Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni í fótbolta eftir tap í báðum leikjunum á móti Arsenal. Sá fyrri tapaðist 3-0 í London og sá seinni 2-1 á Bernabeu í Madrid í gærkvöldi. Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira