Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2025 20:54 Kartöflugeymslan, nýja menningarhús Selfyssinga, sem heitir í dag Langhús enda geymslan löng og mjó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Húsavernd Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Húsavernd Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira