Úlfarnir unnu United aftur Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 15:02 Tyler Fredricson kom inn í vörn Manchester United og lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Carl Recine Wolves höfðu betur gegn Manchester United í annað skiptið á tímabilinu, 1-0 á Old Trafford, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurmark Úlfanna kom úr aukaspyrnu Pablo Sarabia á 77. mínútu, fyrsta skoti þeirra á markið, en spyrnan var glæsileg, yfir vegginn og efst í hægra hornið. Sarabia hafði þá verið inni á vellinum í þrjár mínútur. Leikurinn var annars hinn rólegasti og lítið um færi. Ruben Amorim stillti upp nokkrum ungum leikmönnum, eins og hann ætlar sér að gera í síðustu deildarleikjum tímabilsins á meðan að áhersla United er á Evrópudeildina. Hinn tvítugi Tyler Fredricson kom í vörnina og þreytti frumraun sína, og hinn 18 ára Harry Amass var sömuleiðis einn af fimm í byrjunarliðinu sem eru tvítugir eða yngri. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var hins vegar á bekknum, í fyrsta sinn í deildarleik síðan í janúar 2022, en kom inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Portúgalinn breytti því þó ekki að United skapaði sér lítið af færum og Daniel Bentley, sem stóð í marki Úlfanna, þurfti aðeins að verja tvö skot í leiknum. André Onana var í marki United og fékk sömuleiðis aðeins tvö skot á sig en varði annað þeirra. Sigurinn skilar Úlfunum upp að hlið United og Everton í 13.-15. sæti með 38 stig en þeir eru þó með verstu markatöluna. Tottenham er komið niður í 16. sæti með 37 stig en á leik til góða við Nottingham Forest á morgun. Enski boltinn
Wolves höfðu betur gegn Manchester United í annað skiptið á tímabilinu, 1-0 á Old Trafford, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurmark Úlfanna kom úr aukaspyrnu Pablo Sarabia á 77. mínútu, fyrsta skoti þeirra á markið, en spyrnan var glæsileg, yfir vegginn og efst í hægra hornið. Sarabia hafði þá verið inni á vellinum í þrjár mínútur. Leikurinn var annars hinn rólegasti og lítið um færi. Ruben Amorim stillti upp nokkrum ungum leikmönnum, eins og hann ætlar sér að gera í síðustu deildarleikjum tímabilsins á meðan að áhersla United er á Evrópudeildina. Hinn tvítugi Tyler Fredricson kom í vörnina og þreytti frumraun sína, og hinn 18 ára Harry Amass var sömuleiðis einn af fimm í byrjunarliðinu sem eru tvítugir eða yngri. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var hins vegar á bekknum, í fyrsta sinn í deildarleik síðan í janúar 2022, en kom inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Portúgalinn breytti því þó ekki að United skapaði sér lítið af færum og Daniel Bentley, sem stóð í marki Úlfanna, þurfti aðeins að verja tvö skot í leiknum. André Onana var í marki United og fékk sömuleiðis aðeins tvö skot á sig en varði annað þeirra. Sigurinn skilar Úlfunum upp að hlið United og Everton í 13.-15. sæti með 38 stig en þeir eru þó með verstu markatöluna. Tottenham er komið niður í 16. sæti með 37 stig en á leik til góða við Nottingham Forest á morgun.