Enski boltinn

Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru á góðri leið með að verða enskir meistarar í annað skiptið með Liverpool.
Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru á góðri leið með að verða enskir meistarar í annað skiptið með Liverpool. Getty/ Julian Finney

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er í skýjunum með nýja samninga félagsins við þá Virgil van Dijk og Mohamed Salah en báðir hafa nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Slot segir nýju samningarnir sýni stórbrotinn metnað eða „amazing ambitions“ eins og Hollendingurinn orðaði það á ensku.

Van Dijk er fyrirliði Liverpool en Salah er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Þeirra samningar voru að renna út í sumar og miklar vangaveltur hafa verið í allan vetur um framtíð þeirra hjá félaginu.

„Þetta segir ykkur að við viljum halda okkar bestu leikmönnum, leikmönnum sem hafa átti frábær tímabil í mörg ár í röð,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir leik á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Það að okkur tókst að halda þeim, þrátt fyrir að þeir væru með lausan samning, sýnir stórbrotinn metnað félagsins fyrir næstu árum. Virgil er svo mikilvægur fyrir okkur. Hann er frábæra persónuleiki og frábær leikmaður,“ sagði Slot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×