Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 18:33 Solanke og félagar fagna. EPA-EFE/RONALD WITTEK Dominic Solanke skaut Tottenham Hotspur í undanúrslit Evrópudeildar karla í fótbolta þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Eintracht Frankfurt í kvöld. Fyrri leik liðanna í Lundúnum lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram. Á endanum var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Solanke af vítapunktinum á 43. mínútu leiksins. Þrátt fyrir að sitja í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar gæti Spurs enn komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en sigurvegari Evrópudeildarinnar fær sjálfkrafa sæti í Meistaradeildinni. Spurs mætir Bodø/Glimt í undanúrslitum eftir að Noregsmeistararnir unnu frækinn sigur á Lazio eftir vítaspyrnukeppni. Athletic Bilbao er komið í undanúrslit eftir 2-0 sigur á Rangers í kvöld. Oihan Sancet og Nico Williams með mörkin. Baskarnir mæta Manchester United í undanúrslitum. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Dominic Solanke skaut Tottenham Hotspur í undanúrslit Evrópudeildar karla í fótbolta þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Eintracht Frankfurt í kvöld. Fyrri leik liðanna í Lundúnum lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram. Á endanum var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Solanke af vítapunktinum á 43. mínútu leiksins. Þrátt fyrir að sitja í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar gæti Spurs enn komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en sigurvegari Evrópudeildarinnar fær sjálfkrafa sæti í Meistaradeildinni. Spurs mætir Bodø/Glimt í undanúrslitum eftir að Noregsmeistararnir unnu frækinn sigur á Lazio eftir vítaspyrnukeppni. Athletic Bilbao er komið í undanúrslit eftir 2-0 sigur á Rangers í kvöld. Oihan Sancet og Nico Williams með mörkin. Baskarnir mæta Manchester United í undanúrslitum.