Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:55 Röðin var leidd í snák fyrir neðan tröppurnar upp í öryggisleitina og þaðan lá hún enn lengra fram í brottfararsalinn. vísir Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir
Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira