Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:55 Röðin var leidd í snák fyrir neðan tröppurnar upp í öryggisleitina og þaðan lá hún enn lengra fram í brottfararsalinn. vísir Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir
Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira