Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:33 Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun