Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. apríl 2025 07:33 Eiður Smári var fjórum mánuðum eldri en Sigurður Breki Kárason þegar hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild. Getty/Francis Glibbery/Sigurjón Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty Besta deild karla KR Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty
Besta deild karla KR Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira