„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:47 Að ofan er Erna Sigurðardóttir og að neðan mæðginin Erna Katrín Árnadóttir og litli Pétur Benedikt sem er orðinn reyndur í heimilisstörfunum vegna plássleysis í leikskóla bæjarins. Vísir/Samsett Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt. Sonur Ernu Katrínar Árnadóttur er Seltirningur í fimmta ættlið. Allur fjölskyldukjarninn hennar er á Nesinu en hún segir að henni hefði ekki dottið í hug að kaupa eign í bænum ef svo væri ekki. „Þetta er búið að vera mjög erfitt andlega. Einhvern veginn þurfum við að vera með tekjur til að borga útsvarið og borga niður lánin,“ segir hún. Hún segir að sonur hennar verði orðinn 28 mánaða gamall þegar hann fær loks inn á Leikskóla Seltjarnarness. Það hafi legið við að hjónin sæktu um lögskilnað til að annað þeirra gæti fært lögheimili sitt til Reykjavíkur og fengið þannig forgang á biðlista þar. „Kollegar mínir sem eiga yngri börn eru löngu komin með pláss því þau búa í Garðabæ, Mosó eða Hafnarfirði. Allir eru alltaf í sjokki og segja: „En þú býrð á Nesinu er þar ekki allt svo gott?“ Og ég þarf að segja: „Nei, þetta er bara fyrir gamla fólkið. Það er allt bara fyrir gamla fólkið,““ segir Erna Katrín. Ekki fjárhagslegur möguleiki að vera lengur í orlofi Erna segist þakka því hvernig þeim hjónum hafi tekist að halda áfram í starfi að hún sé sjálf í vaktavinnu. Þannig geti hún unnið mikið um helgar og á næturnar. Annars væri hún tekjulaus heima með strákinn. Sumir velja að vera lengur í orlofi en það var ekki fjárhagslegur möguleiki fyrir þau hjón. „Maður er nánast að grátbiðja þá um að búa til eitthvað úrræði og þá er ekkert gert. Mér finnst gott að vera hérna en það er aldrei neitt gert fyrir unga liðið sem þarf virkilega á því að halda ef þeir vilja halda einhverju lífi hérna,“ segir hún. Erna segist hafa sannfært svilkonu sína um að flytja út á Nes en nú þegar hún er búsett þar með ungt barn að skríða á leikskólaaldurinn vill hún helst biðja hana afsökunar. Sonur hennar verði af mikilvægum tækifærum til félagsþroska og samneytis við önnur börn á hans aldri. „En hann verður alveg örugglega góður kærasti í framtíðinni. Hann kann allt varðandi þriðju vaktina, taka til, elda mat, fara í búðina og skipuleggja allt.“ Foreldrar skora á bæjarstjórn Nafna hennar Erna Sigurðardóttir er í sömu kröggum. Hún fór við ellefta foreldri á fund bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Seltjarnarnesbæjar á miðvikudaginn síðasta til að ræða þá stöðu sem upp er komin í málum dagvistunar. Hún segir bæjarstjórn vilja endurvekja dagmæðraþjónustu í bænum en að það dugi ekki. Erna segir foreldrahópinn sammála um það að betra væri að auka plássum á ungbarnaleikskóla sem starfræktur er í bænum samhliða því að koma á stofn dagmóðurþjónustu. Fyrirséð aukning íbúa með nýbyggðri Gróttubyggð á vesturjaðri bæjarins muni hafa í för með sér fleiri ungbörn og enn bólar ekkert á fyrirhuguðum nýjum leikskóla. Hún stendur að undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að setja barnafjölskyldur í forgang í stefnumótun og við ákvarðanatöku. Sérstaklega sé brýnt að bregðast við skorti á dagvistunarúrræðum fyrir yngstu börnin. „Ég setti af stað þennan undirskriftalista fyrir hönd okkar hópsins 2024. Bæði til að opna þessa nýja deild en líka auka þjónustu, hvetja dagmæður til þess að opna á Seltjarnarnesi. Svo eru þessar heimgreiðslur, það gæti líka létt á kerfinu. Þá er það þessi fyrirsjáanleiki því við sjáum ekkert um hvar við erum á þessum biðlista eins og foreldrar í Reykjavík,“ segir hún. Byrðinni varpað á foreldra Bærinn hafi líkt og fram kom sagt að hann hyggist auglýsa eftir dagforeldrum. Gangi það eftir muni bærinn veita styrki til dagforeldranna auk hefðbundinna niðurgreiðslna til foreldra. Það komi til með að skapa átta til tíu pláss. „Það er engin auglýsing komin út. Það hafa engar heimgreiðslur verið greiddar þrátt fyrir loforð. Foreldrar í þessum hópi vona bara að það vilji enginn verða dagmamma á Seltjarnarnesi í bili svo að þeir endurskoði þetta plan. Þeir ætluðu að gefa sér þrjár vikur til að sjá hvað komi út úr því og svo ætli þeir að skoða leið B sem er að opna pláss fyrir sextán börn á ungbarnaleikskólanum,“ segir hún og klykkir út með að börn sem vanti dagvistunarpláss í bænum séu fleiri en tíu. „Við viljum sjá eitthvað gerast. Við upplifum það þannig að það sé verið að varpa fjárhagslegu byrðinni á fjölskyldur. Þetta er ekkert blómlegt samfélag ef foreldrarnir eru bugaðir. Við fórum strax að skoða eignir annars staðar,“ segir Erna Sigurðardóttir. Seltjarnarnes Leikskólar Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Sonur Ernu Katrínar Árnadóttur er Seltirningur í fimmta ættlið. Allur fjölskyldukjarninn hennar er á Nesinu en hún segir að henni hefði ekki dottið í hug að kaupa eign í bænum ef svo væri ekki. „Þetta er búið að vera mjög erfitt andlega. Einhvern veginn þurfum við að vera með tekjur til að borga útsvarið og borga niður lánin,“ segir hún. Hún segir að sonur hennar verði orðinn 28 mánaða gamall þegar hann fær loks inn á Leikskóla Seltjarnarness. Það hafi legið við að hjónin sæktu um lögskilnað til að annað þeirra gæti fært lögheimili sitt til Reykjavíkur og fengið þannig forgang á biðlista þar. „Kollegar mínir sem eiga yngri börn eru löngu komin með pláss því þau búa í Garðabæ, Mosó eða Hafnarfirði. Allir eru alltaf í sjokki og segja: „En þú býrð á Nesinu er þar ekki allt svo gott?“ Og ég þarf að segja: „Nei, þetta er bara fyrir gamla fólkið. Það er allt bara fyrir gamla fólkið,““ segir Erna Katrín. Ekki fjárhagslegur möguleiki að vera lengur í orlofi Erna segist þakka því hvernig þeim hjónum hafi tekist að halda áfram í starfi að hún sé sjálf í vaktavinnu. Þannig geti hún unnið mikið um helgar og á næturnar. Annars væri hún tekjulaus heima með strákinn. Sumir velja að vera lengur í orlofi en það var ekki fjárhagslegur möguleiki fyrir þau hjón. „Maður er nánast að grátbiðja þá um að búa til eitthvað úrræði og þá er ekkert gert. Mér finnst gott að vera hérna en það er aldrei neitt gert fyrir unga liðið sem þarf virkilega á því að halda ef þeir vilja halda einhverju lífi hérna,“ segir hún. Erna segist hafa sannfært svilkonu sína um að flytja út á Nes en nú þegar hún er búsett þar með ungt barn að skríða á leikskólaaldurinn vill hún helst biðja hana afsökunar. Sonur hennar verði af mikilvægum tækifærum til félagsþroska og samneytis við önnur börn á hans aldri. „En hann verður alveg örugglega góður kærasti í framtíðinni. Hann kann allt varðandi þriðju vaktina, taka til, elda mat, fara í búðina og skipuleggja allt.“ Foreldrar skora á bæjarstjórn Nafna hennar Erna Sigurðardóttir er í sömu kröggum. Hún fór við ellefta foreldri á fund bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Seltjarnarnesbæjar á miðvikudaginn síðasta til að ræða þá stöðu sem upp er komin í málum dagvistunar. Hún segir bæjarstjórn vilja endurvekja dagmæðraþjónustu í bænum en að það dugi ekki. Erna segir foreldrahópinn sammála um það að betra væri að auka plássum á ungbarnaleikskóla sem starfræktur er í bænum samhliða því að koma á stofn dagmóðurþjónustu. Fyrirséð aukning íbúa með nýbyggðri Gróttubyggð á vesturjaðri bæjarins muni hafa í för með sér fleiri ungbörn og enn bólar ekkert á fyrirhuguðum nýjum leikskóla. Hún stendur að undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að setja barnafjölskyldur í forgang í stefnumótun og við ákvarðanatöku. Sérstaklega sé brýnt að bregðast við skorti á dagvistunarúrræðum fyrir yngstu börnin. „Ég setti af stað þennan undirskriftalista fyrir hönd okkar hópsins 2024. Bæði til að opna þessa nýja deild en líka auka þjónustu, hvetja dagmæður til þess að opna á Seltjarnarnesi. Svo eru þessar heimgreiðslur, það gæti líka létt á kerfinu. Þá er það þessi fyrirsjáanleiki því við sjáum ekkert um hvar við erum á þessum biðlista eins og foreldrar í Reykjavík,“ segir hún. Byrðinni varpað á foreldra Bærinn hafi líkt og fram kom sagt að hann hyggist auglýsa eftir dagforeldrum. Gangi það eftir muni bærinn veita styrki til dagforeldranna auk hefðbundinna niðurgreiðslna til foreldra. Það komi til með að skapa átta til tíu pláss. „Það er engin auglýsing komin út. Það hafa engar heimgreiðslur verið greiddar þrátt fyrir loforð. Foreldrar í þessum hópi vona bara að það vilji enginn verða dagmamma á Seltjarnarnesi í bili svo að þeir endurskoði þetta plan. Þeir ætluðu að gefa sér þrjár vikur til að sjá hvað komi út úr því og svo ætli þeir að skoða leið B sem er að opna pláss fyrir sextán börn á ungbarnaleikskólanum,“ segir hún og klykkir út með að börn sem vanti dagvistunarpláss í bænum séu fleiri en tíu. „Við viljum sjá eitthvað gerast. Við upplifum það þannig að það sé verið að varpa fjárhagslegu byrðinni á fjölskyldur. Þetta er ekkert blómlegt samfélag ef foreldrarnir eru bugaðir. Við fórum strax að skoða eignir annars staðar,“ segir Erna Sigurðardóttir.
Seltjarnarnes Leikskólar Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira