Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar 15. apríl 2025 14:30 Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun