„Við bara brotnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 22:19 Kristófer Acox var súr og svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. „Mér fannst orkustigið bara breytast. Við mættum klárir og mér fannst við vera með tök á leiknum nánast allan tímann. Við töluðum um að koma út í seinni hálfleikinn með sömu orku og við vorum með í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að gera vel og fengum þá í þau skot sem við viljum að þeir taki,“ sagði Kristófer í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „En svo er það búið að vera svolítið sagan í þessu einvígi að þegar líður á, þegar við höfum yfirleitt verið liðið sem heldur einbeitingu og kemst í gegnum þessar erfiðu mínútur, þá erum við svolítið búnir að vera að missa hausinn og við bara brotnum.“ „Þeir ná einhverju áhlaupi og ég átta mig ekki alveg á því hvernig við töpum seinni hálfleiknum með 18 stigum með tímabilið undir. Það er eiginlega bara ótrúlegt.“ Kristófer og Taiwo Badmus lentu báðir í villuvandræðum frekar snemma í kvöld og Kristófer segir það hafa haft áhrif. „Auðvitað spilar það inn í. En við erum samt bara að leyfa Daniel Mortensen að fá skot sem við erum búnir að tala um alla seríuna að taka frá honum og leyfum Kane að komast í gang. Við höldum Pargo undir tíu stigum sem er mjög jákvætt, en það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og refsa okkur. Mér fannst við bara gera of mikið af mistökum á báðum endum vallarins.“ „Þegar maður horfir á þetta einvígi þá kannski áttum við ekkert skilið að fara áfram. En við vitum líka að þetta hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum ekki misst okkar mann Kára í fyrsta leik,“ sagði Kristófer. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
„Mér fannst orkustigið bara breytast. Við mættum klárir og mér fannst við vera með tök á leiknum nánast allan tímann. Við töluðum um að koma út í seinni hálfleikinn með sömu orku og við vorum með í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að gera vel og fengum þá í þau skot sem við viljum að þeir taki,“ sagði Kristófer í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „En svo er það búið að vera svolítið sagan í þessu einvígi að þegar líður á, þegar við höfum yfirleitt verið liðið sem heldur einbeitingu og kemst í gegnum þessar erfiðu mínútur, þá erum við svolítið búnir að vera að missa hausinn og við bara brotnum.“ „Þeir ná einhverju áhlaupi og ég átta mig ekki alveg á því hvernig við töpum seinni hálfleiknum með 18 stigum með tímabilið undir. Það er eiginlega bara ótrúlegt.“ Kristófer og Taiwo Badmus lentu báðir í villuvandræðum frekar snemma í kvöld og Kristófer segir það hafa haft áhrif. „Auðvitað spilar það inn í. En við erum samt bara að leyfa Daniel Mortensen að fá skot sem við erum búnir að tala um alla seríuna að taka frá honum og leyfum Kane að komast í gang. Við höldum Pargo undir tíu stigum sem er mjög jákvætt, en það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og refsa okkur. Mér fannst við bara gera of mikið af mistökum á báðum endum vallarins.“ „Þegar maður horfir á þetta einvígi þá kannski áttum við ekkert skilið að fara áfram. En við vitum líka að þetta hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum ekki misst okkar mann Kára í fyrsta leik,“ sagði Kristófer.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira