Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 22:00 Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest stefna ótrauðir að því að halda gönguna í ár, þrátt fyrir að eiga sektir yfir höfði sér. AP/Anna Szilagyi Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum. Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum.
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira