Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 22:00 Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest stefna ótrauðir að því að halda gönguna í ár, þrátt fyrir að eiga sektir yfir höfði sér. AP/Anna Szilagyi Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum. Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum.
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira