„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 21:37 DeAndre Kane var magnaður í kvöld. Vísir/Diego DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Kane skoraði 26 stig og tók 11 fráköst er Grindavík vann átta stiga sigur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld, 82-74. Grindvíkingar náðu þar með fram hefndum frá því í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili. „Það sem gerðist í fyrra, gerðist í fyrra. Við erum ekki að hugsa um það,“ sagði Kane í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „Við vildum bara mæta og vinna hér í kvöld og komast áfram. Við vorum ekkert að tala um leikina í fyrra. Við einbeitum okkur bara að þessu tímabili og liðinu sem við mætum í næstu umferð.“ Hann segist spila alla leiki eins. Sama hvort mótherjinn heiti Valur eða eitthvað annað. „Ég spila alla leiki eins og hann sé minn síðasti. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Það að þeir hafi unnið okkur í úrslitum í fyrra setti smá bensín á eldinn, en ég legg mig alltaf jafn mikið fram. Þannig er það bara.“ Grindvíkingar áttu í stökustu vandræðum í upphafi leiks og voru að elta Valsmenn nánast frá upphafi til enda. „Það var bara eins og það hafi verið smá stress í okkur. Við vorum að reyna við stór skot snemma leiks og að klára þetta snemma. Við vitum að leikurinn er 40 mínútur .“ „Eins og ég hef áður sagt þá er Valur með gott lið og þeir koma alltaf með áhlaup til að reyna að halda einvíginu lifandi. En mig langar að hrósa mínu liði. Leikmennirnir stóðu sig vel og þjálfarateymið lagði leikinn vel upp. Við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik þar sem við vörðumst vel án þess að vera að brjóta á þeim. Það hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ Sjálfur átti Kane virkilega góðan leik fyrir Grindavík í kvöld og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 26 stig. „Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér og vera harður. Svo þarf maður að vilja vinna og það er það sem ég gerði í kvöld.“ Hinn litríki Kane var svo samkvæmur sjálfum sér í leikslok er hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Vals með því að leggja hendur á vanga, eins og hann væri sofandi. „Ég þurfti að svæfa börnin. Það var kominn tími fyrir þá að fara í háttinn,“ sagði DeAndre Kane léttur að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Kane skoraði 26 stig og tók 11 fráköst er Grindavík vann átta stiga sigur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld, 82-74. Grindvíkingar náðu þar með fram hefndum frá því í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili. „Það sem gerðist í fyrra, gerðist í fyrra. Við erum ekki að hugsa um það,“ sagði Kane í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „Við vildum bara mæta og vinna hér í kvöld og komast áfram. Við vorum ekkert að tala um leikina í fyrra. Við einbeitum okkur bara að þessu tímabili og liðinu sem við mætum í næstu umferð.“ Hann segist spila alla leiki eins. Sama hvort mótherjinn heiti Valur eða eitthvað annað. „Ég spila alla leiki eins og hann sé minn síðasti. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Það að þeir hafi unnið okkur í úrslitum í fyrra setti smá bensín á eldinn, en ég legg mig alltaf jafn mikið fram. Þannig er það bara.“ Grindvíkingar áttu í stökustu vandræðum í upphafi leiks og voru að elta Valsmenn nánast frá upphafi til enda. „Það var bara eins og það hafi verið smá stress í okkur. Við vorum að reyna við stór skot snemma leiks og að klára þetta snemma. Við vitum að leikurinn er 40 mínútur .“ „Eins og ég hef áður sagt þá er Valur með gott lið og þeir koma alltaf með áhlaup til að reyna að halda einvíginu lifandi. En mig langar að hrósa mínu liði. Leikmennirnir stóðu sig vel og þjálfarateymið lagði leikinn vel upp. Við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik þar sem við vörðumst vel án þess að vera að brjóta á þeim. Það hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ Sjálfur átti Kane virkilega góðan leik fyrir Grindavík í kvöld og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 26 stig. „Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér og vera harður. Svo þarf maður að vilja vinna og það er það sem ég gerði í kvöld.“ Hinn litríki Kane var svo samkvæmur sjálfum sér í leikslok er hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Vals með því að leggja hendur á vanga, eins og hann væri sofandi. „Ég þurfti að svæfa börnin. Það var kominn tími fyrir þá að fara í háttinn,“ sagði DeAndre Kane léttur að lokum.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira